Viðskipti innlent

Jón hættur sem forstjóri Festar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jón Björnsson verður stjórnarformaður Krónunnar.
Jón Björnsson verður stjórnarformaður Krónunnar. Vísir/eyþór
Jón Björnsson hefur sagt störfum sínu sem forstjóri Festar og framkvæmdastjóri Krónunnar lausum. Ákvörðun hans kemur í kjölfar yfirtöku N1 á Festi, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði í lok júlí.

Jón hefur þó ekki alfarið sagt skilið við smásölukeðjuna því hann mun framvegis gegna starfi stjórnarformanns Krónunnar, en hann greindi sjálfur frá ráðahagnum í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum fyrir helgi, og vísað er til á vef Morgunblaðsins.

Jón hafði verið forstjóri Festar, sem rekur auk Krónunnar raftækjaverslanir Elko og verslanir Nóatúns, frá árinu 2014 en eftir samrunann við N1 mun Eggert Þór Kristófersson gegna hlutverki forstjóra í sameinuðu félagi.

Fyrir komuna til Festar hafði Jón meðal annars verið forstjóri ORF Líftækni, Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og Haga.


Tengdar fréttir

N1 verður „gjörbreytt“

Kaup N1 á Festi skila meiri samlegðaráhrifum en gert er ráð fyrir í áætlunum olíufélagsins, að sögn forstjórans. Hlutabréfaverð N1 hækkaði um 11,5 prósent.

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi

Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um.

Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu

Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×