Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2018 19:45 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík: Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík:
Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59