Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. febrúar 2018 16:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það áhætta að skipta út sitjandi borgarfulltrúum fyrir nýtt fólk. Mynd/samsett Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur saman á fimmtudag og verður listi uppstillingarnefndar borinn upp til samþykkis. Líkt og greint hefur verið frá mun Eyþór Arnalds leiða listann eftir yfirburðarsigur í leiðtogaprófkjöri flokksins í janúar en heimildir fréttastofu herma að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur muni verma annað sætið hljóti listi uppstillingarnefndar brautargengi. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir verði ekki á lista flokksins fyrir komandi kosningar.Sjá einnig: „Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs“ Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir það mögulega hættuspil fyrir flokkinn ef þau hafi verið sett óviljug til hliðar.Heimildir fréttastofu herma að Hildi Björnsdóttur, lögfræðingi, hafi verið boðið annað sætið.„Það fer auðvitað eftir því á hvaða forsendum þau eru ekki með á listanum,“ segir Grétar. „Ef að þau stigu sjálfviljug til hliðar þarf þetta ekki að þýða svo mikið en hafi þau verið sniðgengin eða ýtt út með einhverjum hætti getur þetta verið hættuspil fyrir flokkinn ef maður er að horfa til kosninganna.“ Hann segir ljóst að Kjartan og Áslaug hafi bakland í flokknum þrátt fyrir yfirburðasigur Eyþórs í prófkjörinu. Hann segir það áhættusamt að taka sitjandi fulltrúa af listanum en hugsanlega höfði þó ný andlit til nýrra kjósenda. Það fari þó allt eftir því hvernig uppstillingin verður þegar hún lítur dagsins ljós á fimmtudaginn. „Maður verður að hafa alla fyrirvara á. Maður hefur ekki séð listann ennþá en það er óneitanlega mikil áhætta að vera ekki með tvo sitjandi borgarfulltrúa á meðal þeirra efstu.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kemur saman á fimmtudag og verður listi uppstillingarnefndar borinn upp til samþykkis. Líkt og greint hefur verið frá mun Eyþór Arnalds leiða listann eftir yfirburðarsigur í leiðtogaprófkjöri flokksins í janúar en heimildir fréttastofu herma að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur muni verma annað sætið hljóti listi uppstillingarnefndar brautargengi. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir verði ekki á lista flokksins fyrir komandi kosningar.Sjá einnig: „Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs“ Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir það mögulega hættuspil fyrir flokkinn ef þau hafi verið sett óviljug til hliðar.Heimildir fréttastofu herma að Hildi Björnsdóttur, lögfræðingi, hafi verið boðið annað sætið.„Það fer auðvitað eftir því á hvaða forsendum þau eru ekki með á listanum,“ segir Grétar. „Ef að þau stigu sjálfviljug til hliðar þarf þetta ekki að þýða svo mikið en hafi þau verið sniðgengin eða ýtt út með einhverjum hætti getur þetta verið hættuspil fyrir flokkinn ef maður er að horfa til kosninganna.“ Hann segir ljóst að Kjartan og Áslaug hafi bakland í flokknum þrátt fyrir yfirburðasigur Eyþórs í prófkjörinu. Hann segir það áhættusamt að taka sitjandi fulltrúa af listanum en hugsanlega höfði þó ný andlit til nýrra kjósenda. Það fari þó allt eftir því hvernig uppstillingin verður þegar hún lítur dagsins ljós á fimmtudaginn. „Maður verður að hafa alla fyrirvara á. Maður hefur ekki séð listann ennþá en það er óneitanlega mikil áhætta að vera ekki með tvo sitjandi borgarfulltrúa á meðal þeirra efstu.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira