Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. janúar 2018 18:42 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er lengri en vanalega. Vísir/Anton Brink Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23. Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23.
Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira