Símenntun og atvinnulífið Valgeir B. Magnússon skrifar 8. janúar 2018 08:11 Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.Hæfnigreiningar Símenntunarmiðstöðvar hafa nýverið hafið vinnu við svokallaðar hæfnigreiningar starfa á vinnumarkaði. Aðferðina hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróað í nánu samstarfi við atvinnulífið og er ætlunin að byggja upp gagnabanka um störf á vinnumarkaði, í hverju þau felast og þá hæfni sem starfsmenn þurfa að búa yfir. Með þessu er farið inn á nýja og áhugaverða braut í góðri samvinnu við atvinnulífið og bind ég miklar vonir við þessa vinnu. Við hjá símenntunarmiðstöðvunum höfum langa reynslu af því að þarfagreina vinnustaði og setja upp fræðsluáætlanir í samstarfi fyrir þá. Út úr þessari vinnu hefur margt jákvætt komið og við tengjum okkur með þessum hætti við atvinnulífið og bjóðum upp á fræðslu sem starfsmennirnir sjálfir óska eftir. Ég tel þó að við þurfum að gera betur í að ná til minni fyrirtækja og þar gæti verið til árangurs fallið að mynda klasa þeirra um ákveðna fræðslu.Styrkur símenntunarstöðva Mikilvægt er að ná til sem flestra með fræðslu því staðreyndin er sú að það er atvinnulífinu kostnaðarsamt ef starfsfólk hefur ekki þá færni og hæfni sem það þarf í sínum störfum. Slíkt getur leitt til óeðlilega mikillar starfsmannaveltu sem þegar upp er staðið er atvinnulífinu og þjóðfélaginu mjög dýrt. Ég geri mér ekki grein fyrir því að hve miklu leyti stjórnendur fyrirtækja eru að hugsa um fræðslumál dags daglega. Það er hins vegar mitt mat að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikilvægt fyrir atvinnulífið að horfa til símenntunar starfsmanna og einmitt nú, einfaldlega vegna þess hversu hraðar breytingar eru á öllum sviðum þjóðfélagsins. Í því liggur styrkur símenntunarmiðstöðvanna að tengja saman atvinnulífið og skólasamfélagið með tiltölulega einföldum hætti. Við eigum auðvelt með að laga námskeið að þörfum atvinnulífsins og sömuleiðis setjum við upp nám inni á vinnustöðunum, sé þess óskað. Og það ber að undirstrika að nútíma fjarskiptatækni gerir það að verkum að símenntunarmiðstöðvarnar starfa náið saman að ýmsum verkefnum, sem kemur bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða.Styrkir úrfræðslusjóðum Ítrekað verðum við þess áskynja að stjórnendur fyrirtækja gera sér ekki grein fyrir að drjúgan hluta kostnaðar við fræðslu starfsmanna eiga þau rétt á að fá endurgreiddan úr starfsmenntasjóðum, enda hafa þau greitt iðgjöld til þeirra. Vefsetrið attin.is vísar veginn í þessum efnum og veitir mikilvægar upplýsingar um hvernig styrkjamálum er háttað. Símenntunarmiðstöðvarnar hafa einnig leiðbeint fyrirtækjum um þær leiðir sem þeim eru færar til að sækja sér styrki úr starfsmenntasjóðum. Í þessu sambandi ber að nefna að ýmist eru fyrirtæki styrkt beint frá viðkomandi starfsmenntasjóði eða þau sækja um lækkun á iðgjöldum til viðkomandi sjóðs, enda sé lögð fram fræðsluáætlun fyrir starfsmenn fyrirtækjanna.Nauðsynlegt að stilla saman strengi Margt í símenntunarmálum á Íslandi er mjög vel gert en engu að síður er mikilvægt að stjórnvöld myndi heildstæða stefnu um hvert við viljum og ætlum okkur að stefna í þessum málum á næstu árum. Stjórnvöld í Noregi hafa mótað sér skýra stefnu í símenntun og hæfniuppbyggingu vinnumarkaðarins til næstu fjögurra ára og samkvæmt henni er markvisst unnið. Að mínu mati þurfa hérlend stjórnvöld að fara að dæmi frænda okkar Norðmanna í því að móta sér langtímastefnu og spyrja sig þeirrar stóru spurningar; hvaða hæfni viljum við byggja upp á vinnumarkaði á næstu árum? Ég tel ótvírætt að við þurfum meiri samhæfingu og samtal til þess að stilla saman strengi og stefna öll í sömu átt. Þessu tengt tel ég brýnt að við endurskoðun laga um framhaldsfræðslu, sem nú er unnið að, verði símenntunarmiðstöðvum gert kleift að víkka út starfsemi sína. Núna þjóna þær lögum samkvæmt fyrst og fremst fólki sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun. Í mínum huga væri það mikið framfaraspor ef símenntunarmiðstöðvarnar gætu með skilvirkari hætti þjónað fólki sem hefur lokið stúdentsprófi, því fjölmargir sem hafa stúdentspróf þurfa ekkert síður á að halda bæði færniuppbyggingu og náms- og starfsráðgjöf.Höfundur er framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, sem á aðild aðKvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.Hæfnigreiningar Símenntunarmiðstöðvar hafa nýverið hafið vinnu við svokallaðar hæfnigreiningar starfa á vinnumarkaði. Aðferðina hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróað í nánu samstarfi við atvinnulífið og er ætlunin að byggja upp gagnabanka um störf á vinnumarkaði, í hverju þau felast og þá hæfni sem starfsmenn þurfa að búa yfir. Með þessu er farið inn á nýja og áhugaverða braut í góðri samvinnu við atvinnulífið og bind ég miklar vonir við þessa vinnu. Við hjá símenntunarmiðstöðvunum höfum langa reynslu af því að þarfagreina vinnustaði og setja upp fræðsluáætlanir í samstarfi fyrir þá. Út úr þessari vinnu hefur margt jákvætt komið og við tengjum okkur með þessum hætti við atvinnulífið og bjóðum upp á fræðslu sem starfsmennirnir sjálfir óska eftir. Ég tel þó að við þurfum að gera betur í að ná til minni fyrirtækja og þar gæti verið til árangurs fallið að mynda klasa þeirra um ákveðna fræðslu.Styrkur símenntunarstöðva Mikilvægt er að ná til sem flestra með fræðslu því staðreyndin er sú að það er atvinnulífinu kostnaðarsamt ef starfsfólk hefur ekki þá færni og hæfni sem það þarf í sínum störfum. Slíkt getur leitt til óeðlilega mikillar starfsmannaveltu sem þegar upp er staðið er atvinnulífinu og þjóðfélaginu mjög dýrt. Ég geri mér ekki grein fyrir því að hve miklu leyti stjórnendur fyrirtækja eru að hugsa um fræðslumál dags daglega. Það er hins vegar mitt mat að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikilvægt fyrir atvinnulífið að horfa til símenntunar starfsmanna og einmitt nú, einfaldlega vegna þess hversu hraðar breytingar eru á öllum sviðum þjóðfélagsins. Í því liggur styrkur símenntunarmiðstöðvanna að tengja saman atvinnulífið og skólasamfélagið með tiltölulega einföldum hætti. Við eigum auðvelt með að laga námskeið að þörfum atvinnulífsins og sömuleiðis setjum við upp nám inni á vinnustöðunum, sé þess óskað. Og það ber að undirstrika að nútíma fjarskiptatækni gerir það að verkum að símenntunarmiðstöðvarnar starfa náið saman að ýmsum verkefnum, sem kemur bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða.Styrkir úrfræðslusjóðum Ítrekað verðum við þess áskynja að stjórnendur fyrirtækja gera sér ekki grein fyrir að drjúgan hluta kostnaðar við fræðslu starfsmanna eiga þau rétt á að fá endurgreiddan úr starfsmenntasjóðum, enda hafa þau greitt iðgjöld til þeirra. Vefsetrið attin.is vísar veginn í þessum efnum og veitir mikilvægar upplýsingar um hvernig styrkjamálum er háttað. Símenntunarmiðstöðvarnar hafa einnig leiðbeint fyrirtækjum um þær leiðir sem þeim eru færar til að sækja sér styrki úr starfsmenntasjóðum. Í þessu sambandi ber að nefna að ýmist eru fyrirtæki styrkt beint frá viðkomandi starfsmenntasjóði eða þau sækja um lækkun á iðgjöldum til viðkomandi sjóðs, enda sé lögð fram fræðsluáætlun fyrir starfsmenn fyrirtækjanna.Nauðsynlegt að stilla saman strengi Margt í símenntunarmálum á Íslandi er mjög vel gert en engu að síður er mikilvægt að stjórnvöld myndi heildstæða stefnu um hvert við viljum og ætlum okkur að stefna í þessum málum á næstu árum. Stjórnvöld í Noregi hafa mótað sér skýra stefnu í símenntun og hæfniuppbyggingu vinnumarkaðarins til næstu fjögurra ára og samkvæmt henni er markvisst unnið. Að mínu mati þurfa hérlend stjórnvöld að fara að dæmi frænda okkar Norðmanna í því að móta sér langtímastefnu og spyrja sig þeirrar stóru spurningar; hvaða hæfni viljum við byggja upp á vinnumarkaði á næstu árum? Ég tel ótvírætt að við þurfum meiri samhæfingu og samtal til þess að stilla saman strengi og stefna öll í sömu átt. Þessu tengt tel ég brýnt að við endurskoðun laga um framhaldsfræðslu, sem nú er unnið að, verði símenntunarmiðstöðvum gert kleift að víkka út starfsemi sína. Núna þjóna þær lögum samkvæmt fyrst og fremst fólki sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun. Í mínum huga væri það mikið framfaraspor ef símenntunarmiðstöðvarnar gætu með skilvirkari hætti þjónað fólki sem hefur lokið stúdentsprófi, því fjölmargir sem hafa stúdentspróf þurfa ekkert síður á að halda bæði færniuppbyggingu og náms- og starfsráðgjöf.Höfundur er framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, sem á aðild aðKvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar