Viðskipti innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012
Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012 samsett
Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim. Fyrirtækið hefur keypt upp fjölda ferðaþjónustufyrirtækja í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og víðar.

Í yfirlýsingu Bókunar segir að samruninn muni styrkja þróun sérhæfðs hugbúnaðar og veita möguleika á að móta ferðamannaiðnaðinn í framtíðinni. Takmarkið sé hvorki meira né minna en að verða stærsti framleiðandi hugbúnaðar á þessu sviði á heimsvísu. Höfuðstöðvar Bókunar verði áfram á Íslandi og núverandi stjórnendur fyrirtækisins fari hvergi en verði í nánu samstarfi við stjórnendur TripAdvisor í framtíðinni.

 

Tilkynningu Bókunar má lesa í heild sinni hér

 

Tilkynningu TripAdvisor um viðskiptin má lesa hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×