Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2018 21:15 Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. Vigdís Erla Rafnsdóttir sem hefur leigt hjá Félagsbústöðum undanfarin misseri segir heimilislæknir hennar hafi grunað að mygla væri í leiguhúsnæðinu hennar þegar sýking lét ekki undan eftir fjölmarga sýklalyfjakúra. „Heilsan versnaði og ég fór að sjá einkenni á börnunum mínum. Ég fór að hitta fólk sem hafði þekkt til þessara íbúða og sem sagði að þar hefði verið rosalega mikil mygla. Ég prófa að fara út úr íbúðinni í viku eða tvær og fann mikinn mun á mér og versnað iþegar ég kom heim,“ segir Vigdís. Vigdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð frá Félagsbústöðum hafi engin svör borist mánuðum saman. „Ég var stanslaust að ýta, hverja einustu viku, stundum daglega og sendi póst en fékk engin svör,“ segir hún. Vigdís fékk loks að skipta um íbúð en er undrandi á hversu langan tíma það tók. „Ég er hissa á þessu öllu saman. Þú kemur inn í Félagsbústaði oft með erfiða reynslu að baki og þá er svo mikilvægt að lenda ekki í heilsuspillandi húsnæði,“ segir hún. Hún segir marga lýsa svipuðum aðstæðum og viðbrögðum hjá Félagsbústöðum. „Það er framkoman og sein svör og viðbrögð og almennt sinnuleysi virðist vera,“ segir Vigdís að lokum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar staðfesti Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum að framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri hættur. Það hefðir verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar fyrirtækisins og hans. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun. Fram kom hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa hjá Flokki fólksins að sér hefði borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða sem snéru að hegðun starfsfólks og lélegu viðhaldi. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. Vigdís Erla Rafnsdóttir sem hefur leigt hjá Félagsbústöðum undanfarin misseri segir heimilislæknir hennar hafi grunað að mygla væri í leiguhúsnæðinu hennar þegar sýking lét ekki undan eftir fjölmarga sýklalyfjakúra. „Heilsan versnaði og ég fór að sjá einkenni á börnunum mínum. Ég fór að hitta fólk sem hafði þekkt til þessara íbúða og sem sagði að þar hefði verið rosalega mikil mygla. Ég prófa að fara út úr íbúðinni í viku eða tvær og fann mikinn mun á mér og versnað iþegar ég kom heim,“ segir Vigdís. Vigdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð frá Félagsbústöðum hafi engin svör borist mánuðum saman. „Ég var stanslaust að ýta, hverja einustu viku, stundum daglega og sendi póst en fékk engin svör,“ segir hún. Vigdís fékk loks að skipta um íbúð en er undrandi á hversu langan tíma það tók. „Ég er hissa á þessu öllu saman. Þú kemur inn í Félagsbústaði oft með erfiða reynslu að baki og þá er svo mikilvægt að lenda ekki í heilsuspillandi húsnæði,“ segir hún. Hún segir marga lýsa svipuðum aðstæðum og viðbrögðum hjá Félagsbústöðum. „Það er framkoman og sein svör og viðbrögð og almennt sinnuleysi virðist vera,“ segir Vigdís að lokum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar staðfesti Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum að framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri hættur. Það hefðir verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar fyrirtækisins og hans. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun. Fram kom hjá Kolbrúnu Baldursdóttur borgarfulltrúa hjá Flokki fólksins að sér hefði borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða sem snéru að hegðun starfsfólks og lélegu viðhaldi.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira