Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:40 Stoðdeild ríkislögreglustjóra framkvæmir brottvísun eftir ákvörðun Útlendingastofnunar þar um. Stofnunin heyrir undir dómsmálaráðherra. vísir/eyþór Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. Tilefnið er að í gær var Houssin Bsraoi, ungur hælisleitandi sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í síðasta mánuði, fluttur úr landi en honum hafði verið synjað um hæli hér. Kærunefnd útlendingamála á þó enn eftir að taka afstöðu til endurupptökubeiðni hans. Í tilkynningu frá Solaris segir að á undanförnum vikum hafi félaginu borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafi ekki verið í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað gerist stjórnvöld sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra. Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í tilkynningu Solaris sem sjá má í heild sinni hér. Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. Tilefnið er að í gær var Houssin Bsraoi, ungur hælisleitandi sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í síðasta mánuði, fluttur úr landi en honum hafði verið synjað um hæli hér. Kærunefnd útlendingamála á þó enn eftir að taka afstöðu til endurupptökubeiðni hans. Í tilkynningu frá Solaris segir að á undanförnum vikum hafi félaginu borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafi ekki verið í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað gerist stjórnvöld sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra. Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í tilkynningu Solaris sem sjá má í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04