Fallegasta „ástarsaga“ Ólympíuleikanna skilaði heimsmeti og gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2018 13:00 Svakalegur dans hjá þeim kanadísku. vísir/getty Kandaríska skautadansparið Tessa Virtue og Scott Moir báru sigur úr býtum í ísdansi para með frjálsri aðferð á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í Suður-Kóreu í gærkvöldi en skautadans þeirra skilaði heimsmeti. Parið fékk 206,06 stig í einkunn fyrir ótrúlega frammistöðu sína í gær og heimsmetið skilaði sigri. Þetta er annað ólympíugull Moir og Virtue.Dans þeirra setti internetið á hliðina og trúði fólk sem ekki vissi betur að þau væru hreinlega ekki ástfanginn eða gift. Einn netverji gekk svo langt að breyta Wikipedia-síðu Moir þar sem fullyrt var að þau ætluðu að gifta sig í sumar.Go @TeamCanada!!@CassieSharpe is a legend — makin’ it look easy. And thank you @tessavirtue & @ScottMoir for agreeing to raise my children as your own. — Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 20, 2018 Leikarinn og ofurstjarnan Ryan Reynolds, best þekktur fyrir Deadpool-myndirnar í dag, var einn þeirra sem horfði en hann réði sér ekki fyrir kæti. Hann sagði þjálfara þeirra vera algjöra goðsögn og þakkaði svo parinu fyrir að taka að sér að ala upp börnin sín. Alltaf stutt í grínið hjá kanadíska leikaranum. Moir og Virtue unnu gull á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 en þurftu svo að sætta sig við silfrið í Sochi fyrir fjórum árum. Það fór illa í parið sem hætti að dansa saman í tvö ár en sneri aftur með annan þjálfara fyrir tveimur árum og sú vegferð endaði með gullinu í gær. Þessir ótrúlegu íþróttamenn hafa nú á glæstum ferli unnið tvenn ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og átta sinnum orðið kanadískir meistarar. Þennan sigurdans Tessu Virtue og Scotts Moir sem snerti við heimsbyggðinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Kandaríska skautadansparið Tessa Virtue og Scott Moir báru sigur úr býtum í ísdansi para með frjálsri aðferð á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í Suður-Kóreu í gærkvöldi en skautadans þeirra skilaði heimsmeti. Parið fékk 206,06 stig í einkunn fyrir ótrúlega frammistöðu sína í gær og heimsmetið skilaði sigri. Þetta er annað ólympíugull Moir og Virtue.Dans þeirra setti internetið á hliðina og trúði fólk sem ekki vissi betur að þau væru hreinlega ekki ástfanginn eða gift. Einn netverji gekk svo langt að breyta Wikipedia-síðu Moir þar sem fullyrt var að þau ætluðu að gifta sig í sumar.Go @TeamCanada!!@CassieSharpe is a legend — makin’ it look easy. And thank you @tessavirtue & @ScottMoir for agreeing to raise my children as your own. — Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 20, 2018 Leikarinn og ofurstjarnan Ryan Reynolds, best þekktur fyrir Deadpool-myndirnar í dag, var einn þeirra sem horfði en hann réði sér ekki fyrir kæti. Hann sagði þjálfara þeirra vera algjöra goðsögn og þakkaði svo parinu fyrir að taka að sér að ala upp börnin sín. Alltaf stutt í grínið hjá kanadíska leikaranum. Moir og Virtue unnu gull á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 en þurftu svo að sætta sig við silfrið í Sochi fyrir fjórum árum. Það fór illa í parið sem hætti að dansa saman í tvö ár en sneri aftur með annan þjálfara fyrir tveimur árum og sú vegferð endaði með gullinu í gær. Þessir ótrúlegu íþróttamenn hafa nú á glæstum ferli unnið tvenn ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og átta sinnum orðið kanadískir meistarar. Þennan sigurdans Tessu Virtue og Scotts Moir sem snerti við heimsbyggðinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira