Vigdísarstofnun fær eitt stærsta orðabókasafn í heimi til varðveislu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:00 Þessi mynd barst frá Gerðubergi í tilefni tungumálavikunnar. Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira