Allir gangi samhentir í takt að stórskipahöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Miklar vonir eru bundnar við að stórskipa- og olíuþjónstuhöfn í Finnafirði valdi straumhvörfum í atvinnulífi á svæðinu. Vísir/Pjetur Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00