Að minnsta kosti 110 létust og 197 er enn saknað eftir mannskætt eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala fyrr í mánuðinum. Leitaraðgerðum hefur verið hætt og er svæðið flokkað sem hættusvæði.
Eldgosið sem varð í byrjun mánaðar þurrkaði út nærliggjandi íbúðabyggðir og er möguleiki á að fleiri hafi látist í hörmungunum en opinberar tölur segja til um. Þetta er mannskæðasta eldgos í Gvatemala frá árinu 1912.
Tólf neyðarskýlum hefur verið komið upp í borginni Escuintla þar sem tæplega 2800 manns dvelja eftir að hús þeirra grófust undir hraunið og yfir 770 manns hafa fundið skjól í neyðarskýlum á öðrum svæðum.
Leitaraðgerðum hætt í Gvatemala

Tengdar fréttir

192 saknað í Gvatemala
Skelfing skapaðist við rætur eldfjallsins Fuego í Gvatemala í gærkvöld þegar ný brottflutningsskipun var gefin út.

Almannavarnir í Gvatemala sagðar hafa brugðist
Að minnsta kosti 99 eru taldir hafa farist og hátt í tvö hundruð er enn saknað eftir eldgosið í Fuego.

Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld
Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið.

Öflugasta eldgos í áratugi
Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala.

Illa gengur að bera kennsl á lík í Gvatemala
Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg.