Bíó og sjónvarp

Ný mynd John Travolta fær hörmulega dóma

Bergþór Másson skrifar
John Travolta súr á svip á frumsýningu "Gotti.“
John Travolta súr á svip á frumsýningu "Gotti.“ Vísir/Getty
Ný mynd byggð á ævi mafíósans John Gotti, með John Travolta í aðalhlutverki, hefur hlotið einhverja verstu dóma kvikmyndasögunnar.

Á kvikmyndagagnrýnisvefnum „Rotten Tomatoes“ er kvikmyndum gefin einkunn í prósentum. Hægt er að sjá einkunnir frá bæði atvinnugagnrýnendum sem og venjulegum áhorfendum. Eins og staðan er í dag er bíómyndin „Gotti“ með 0%.

Engin kvikmynd hefur áður fengið svo lélega dóma á síðunni, en þó er ekki alveg hægt að staðfesta að einkunnin haldist svona lág þar sem hún getur enn breyst með nýjum dómum.

Gagnrýnandi tímaritsins „The New York Post“, Johnny Oleksinski, fer ófögrum orðum um myndina: „Gotti er versta mafíu bíómynd allra tíma, ég myndi frekar vilja vakna við hliðina á afsöguðum hestshaus heldur en að horfa á Gotti aftur. Versta mynd ársins hingað til. Það þurfti 4 leikstjóra, 44 framleiðendur og 8 ár til þess að búa til mynd sem á heima í sementsfötu á sjávarbotni.“

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×