Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2018 17:00 Ríkisstjórn Donalds Trump átti í viðræðum við yfirmenn innan venesúelska hersins um mögulegt valdarán í landinu. Vísir/Getty Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. „Þetta mun lenda eins og sprengja á svæðinu,“ sagði Mari Carmen Aponte, sem var yfir utanríkismálum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku á síðustu mánuðum stjórnartíðar Baracks Obama, og átti þá við rómönsku Ameríku sem heild, en Bandaríkin hafa í gegnum tíðina oft stutt og jafnvel skipulagt valdarán og kollvarpanir hinna ýmsu leiðtoga á svæðinu, til að mynda í Síle, Brasilíu og Níkaragva. Eitt frægasta dæmið um afskipti Bandaríkjanna af heimshlutanum er valdaránið í Gvatemala árið 1954, sem var meðal annars skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þrátt fyrir að leiðtogar nágrannaríkja Venesúela séu margir hverjir sammála um að Maduro sé í auknum mæli farinn að sýna einræðistilburði þá verður, í ljósi sögunnar, að teljast ólíklegt að hvers konar valdaránstilraun studd af Bandaríkjunum hefði notið stuðnings í þessum heimshluta.Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur í auknum mæli sýnt af sér einræðistilburði og vakið ugg hjá leiðtogum nágrannaþjóða sinna.Vísir/GettyÍ fréttaskýringu New York Times kemur einnig fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi að lokum ákveðið að styðja ekki við bakið á venesúelskum uppreisnarseggjum en samskipti á milli aðilana gætu dregið dilk á eftir sér, bæði fyrir Bandaríkjastjórn og andstæðinga Maduro. Maduro hefur lengi haldið því fram að stjórnmálamenn í Washington vilji hann úr embætti og nýjustu upplýsingar benda til þess að einhver fótur sé fyrir fullyrðingum forsetans. Þá telja margir að Maduro muni geta nýtt sér málið til þess að draga úr mótstöðu annarra þjóðarleiðtoga í rómönsku Ameríku sem margir hverjir hafa staðið sameinaðir í andstöðu sinni gegn forsetanum. Hvíta húsið hefur neitað að svara ítarlegum spurningum um málið, en gaf út yfirlýsingu þar sem kom fram að „mikilvægt væri að eiga samtal við alla Venesúelamenn sem sýna fram á að þeir vilji lýðræði, til þess að ná fram jákvæðum breytingum í landi sem hefur þjáðst mikið undir Maduro.“ Bandaríkin Brasilía Chile Venesúela Tengdar fréttir Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24 Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44 Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25 Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. „Þetta mun lenda eins og sprengja á svæðinu,“ sagði Mari Carmen Aponte, sem var yfir utanríkismálum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku á síðustu mánuðum stjórnartíðar Baracks Obama, og átti þá við rómönsku Ameríku sem heild, en Bandaríkin hafa í gegnum tíðina oft stutt og jafnvel skipulagt valdarán og kollvarpanir hinna ýmsu leiðtoga á svæðinu, til að mynda í Síle, Brasilíu og Níkaragva. Eitt frægasta dæmið um afskipti Bandaríkjanna af heimshlutanum er valdaránið í Gvatemala árið 1954, sem var meðal annars skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þrátt fyrir að leiðtogar nágrannaríkja Venesúela séu margir hverjir sammála um að Maduro sé í auknum mæli farinn að sýna einræðistilburði þá verður, í ljósi sögunnar, að teljast ólíklegt að hvers konar valdaránstilraun studd af Bandaríkjunum hefði notið stuðnings í þessum heimshluta.Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur í auknum mæli sýnt af sér einræðistilburði og vakið ugg hjá leiðtogum nágrannaþjóða sinna.Vísir/GettyÍ fréttaskýringu New York Times kemur einnig fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi að lokum ákveðið að styðja ekki við bakið á venesúelskum uppreisnarseggjum en samskipti á milli aðilana gætu dregið dilk á eftir sér, bæði fyrir Bandaríkjastjórn og andstæðinga Maduro. Maduro hefur lengi haldið því fram að stjórnmálamenn í Washington vilji hann úr embætti og nýjustu upplýsingar benda til þess að einhver fótur sé fyrir fullyrðingum forsetans. Þá telja margir að Maduro muni geta nýtt sér málið til þess að draga úr mótstöðu annarra þjóðarleiðtoga í rómönsku Ameríku sem margir hverjir hafa staðið sameinaðir í andstöðu sinni gegn forsetanum. Hvíta húsið hefur neitað að svara ítarlegum spurningum um málið, en gaf út yfirlýsingu þar sem kom fram að „mikilvægt væri að eiga samtal við alla Venesúelamenn sem sýna fram á að þeir vilji lýðræði, til þess að ná fram jákvæðum breytingum í landi sem hefur þjáðst mikið undir Maduro.“
Bandaríkin Brasilía Chile Venesúela Tengdar fréttir Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24 Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44 Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25 Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24
Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44
Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05