Innlent

Forsætisráðherra býst við farsælu samstarfi stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Heimir Már Pétursson. skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að fyrstu tillögur skattabreytinga verði lagðar fram í haust. Hún segir að kjaramál munu setja svip sinn á þingstörfin og býst við farsælu samstarfi stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði.

„Við höfum auðvitað verið að hlusta á það sem að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur hafa verið að segja. Það hefur skilað sér nú þegar í ýmsum aðgerðum í t.d. hækkun atvinnuleysisbóta og hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Ég nefni þá staðreynd að kjararáð var lagt niður á vordögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Þá segir hún að von sé á tillögum um skattabreytingar.

„Það verður nýtt og breytt fyrirkomulag á launum æðstu embættismanna. Sömuleiðis verða lagðir fram fyrstu áfangar í skattabreytingum í haust. Að sjálfsögðu munu kjaramál setja sinn svip á Þingstörfin. Við eigum eftir að sjá ASÍ og BSRB kjósa sér nýja forystu og ég er viss um að samstarf stjórnvalda við aðila á vinnumarkaði verði áfram farsælt eins og mér hefur þótt það vera núna undanfarna mánuði,“ sagði Katrín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×