London kallar á KALDA Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Katrín Alda er mjög ánægð með viðurkenninguna sem KALDA hefur fengið sem verður líklega til þess að fleiri dyr opnast. Skórnir frá merkinu hafa slegið í gegn. Fréttablaðið/Anton brink Katrín Alda Rafnsdóttir hefur náð inn á tískuvikuna í London, London Fashion Week, sem hefst 13. september nk. og fer fram í Summerset House. Katrín er hönnuðurinn á bak við íslenska skómerkið KALDA og segir hún áfangann hafa mikla þýðingu fyrir merkið. „Það er mjög skemmtilegt að vera samþykkt af British Fashion Council inn á tískuvikuna og mikil viðurkenning fyrir KALDA. Þetta er bara akkúrat tímapunkturinn fyrir okkur núna, við erum búin að taka tíma í að byggja innviðina vel upp og erum því tilbúin að stækka hratt,“ segir Katrín. KALDA verður því með sýningu í beinni dagskrá tískuvikunnar ásamt öðrum virtum hönnuðum, en svo er mikið af minni merkjum sem sýna „off venue“ og er þar mikill munur á. Þessi viðurkenning er stór liður í því að gera KALDA að alþjóðlegu merki, sem Katrín stefnir að. KALDA hlaut nýverið styrk frá AVS, Rannsóknarsjóði í sjávarútvegi, við markaðssetningu erlendis og verður styrkurinn meðal annars nýttur í sýninguna. „Það eru um 30 manns sem koma að sýningunni og þetta er mjög kostnaðarsamt ferli svo það er ómetanlegt að hafa þennan stuðning. Við erum að nota laxaroð frá Sjávarleðri í skóna okkar sem hefur vakið mikla eftirtekt erlendis.“Í anda áttunda áratugarins KALDA verður hluti af „Discovery Lab“ og verður með tveggja klukkustunda opnun. „Þar sem við erum með skófatnað þá er ekki gengið á pöllum heldur verðum við með sýningarrými sem við erum núna að vinna að. Það er ótrúlega mikið sem þarf að huga að í svona ferli. Þetta er fyrsta sýningin sem við erum að gera og það verður gaman að geta sýnt fólki heilsteyptan KALDA-heim en ekki bara skó og myndir af þeim.“ Rýmið hannar Katrín í samvinnu við „set designer“ Hella Keck og Natasha Wray stíliserar. Auk þeirra eru margir sem koma að verkefninu og segist Katrín hafa vandað valið vel. „Við erum að hanna rýmið svolítið í anda áttunda áratugarins. Við ætlum að skapa stofustemningu þar sem fyrirsætur sitja á mublum og verður þar sterkur David Lynch bragur á, með allt svart inni í herberginu en ákveðin svæði upplýst.“ Katrín lærði „fashion management“ eða stjórnun í tísku í London College of Fashion. Námið er viðskiptahliðin á tískubransanum og var hún lærlingur hjá ýmsum hönnuðum og tímaritum á borð við Dazed & Confused. „Það var ótrúlega gott að læra í London og einmitt einnig vegna tengslanetsins. Þessi heimur byggir mikið á tengslaneti,“ segir hún. Katrín hefur meira og minna verið á flakki síðustu tvö ár, eða frá því að hún hannaði fyrstu skólínu sína, og flakkað á milli Íslands, New York, London og Parísar. „Ég er búin að vera á mjög miklu flakki síðastliðin tvö ár, við sýnum fjórar línur á ári í London, New York og París og svo er verksmiðjan mín í Portúgal þannig að ferlið krefst mikilla ferðalaga. En ég er að færa vinnustofuna mína til London núna, það liggur beinast við. Þetta er orðið of stórt til að vera með þetta bara ein í ferðatöskum. Ég þarf líka að fara að ráða inn teymi, þar sem ég næ ekki að sinna þessu ein lengur.“ KALDA inn í frægar verslanir KALDA-skór eru seldir í Yeoman á Skólavörðustíg og fara í verslanir Geysis í nóvember. Þá eru KALDA-skórnir komnir inn í frægar verslanir á borð við Harvey Nichols og Browns í London en samtals eru verslanirnar sem selja skóna átta talsins. Að mati Katrínar er talsverður munur á skókaupum íslenskra kvenna og kvenna úti í heimi og segir hún að ástæðan sé líklega veðrið. Erlendis séu skókaup jafnvel tilfinningalegri þar sem skór séu ákveðin persónuleg afhjúpun. „Mér finnst mjög gaman að velta fyrir mér sambandinu sem konur hafa við skó og ég hugsa mikið um tilfinninguna sem fylgir hverju pari fyrir kúnnann þegar ég er að hanna. Konur vita allar um þessa tilfinningu, að fara í háa hæla eða strigaskó breytir því hvernig við göngum inn í daginn og í hvaða skapi við erum. Ég held að ekkert annað í fataskápnum okkur sé eins mótandi, og það er einmitt það skemmtilegasta við skó.“ KALDA er hægt að staðsetja í milliflokk hvað verðið varðar og vill Katrín halda því áfram. „Mig langar að halda verðinu aðgengilegu án þess að fórna neinu í gæðum. Það er mikilvægt fyrir mig að konur geti eignast KALDA par án þess að fara á hausinn,“ segir hún og hlær. „Þetta eru millidýrir skór og það var ákveðið pláss á markaðnum fyrir slíka tegund af skóm. Miðað við hvað hefur gengið vel á okkar stutta líftíma þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Katrín Alda Rafnsdóttir hefur náð inn á tískuvikuna í London, London Fashion Week, sem hefst 13. september nk. og fer fram í Summerset House. Katrín er hönnuðurinn á bak við íslenska skómerkið KALDA og segir hún áfangann hafa mikla þýðingu fyrir merkið. „Það er mjög skemmtilegt að vera samþykkt af British Fashion Council inn á tískuvikuna og mikil viðurkenning fyrir KALDA. Þetta er bara akkúrat tímapunkturinn fyrir okkur núna, við erum búin að taka tíma í að byggja innviðina vel upp og erum því tilbúin að stækka hratt,“ segir Katrín. KALDA verður því með sýningu í beinni dagskrá tískuvikunnar ásamt öðrum virtum hönnuðum, en svo er mikið af minni merkjum sem sýna „off venue“ og er þar mikill munur á. Þessi viðurkenning er stór liður í því að gera KALDA að alþjóðlegu merki, sem Katrín stefnir að. KALDA hlaut nýverið styrk frá AVS, Rannsóknarsjóði í sjávarútvegi, við markaðssetningu erlendis og verður styrkurinn meðal annars nýttur í sýninguna. „Það eru um 30 manns sem koma að sýningunni og þetta er mjög kostnaðarsamt ferli svo það er ómetanlegt að hafa þennan stuðning. Við erum að nota laxaroð frá Sjávarleðri í skóna okkar sem hefur vakið mikla eftirtekt erlendis.“Í anda áttunda áratugarins KALDA verður hluti af „Discovery Lab“ og verður með tveggja klukkustunda opnun. „Þar sem við erum með skófatnað þá er ekki gengið á pöllum heldur verðum við með sýningarrými sem við erum núna að vinna að. Það er ótrúlega mikið sem þarf að huga að í svona ferli. Þetta er fyrsta sýningin sem við erum að gera og það verður gaman að geta sýnt fólki heilsteyptan KALDA-heim en ekki bara skó og myndir af þeim.“ Rýmið hannar Katrín í samvinnu við „set designer“ Hella Keck og Natasha Wray stíliserar. Auk þeirra eru margir sem koma að verkefninu og segist Katrín hafa vandað valið vel. „Við erum að hanna rýmið svolítið í anda áttunda áratugarins. Við ætlum að skapa stofustemningu þar sem fyrirsætur sitja á mublum og verður þar sterkur David Lynch bragur á, með allt svart inni í herberginu en ákveðin svæði upplýst.“ Katrín lærði „fashion management“ eða stjórnun í tísku í London College of Fashion. Námið er viðskiptahliðin á tískubransanum og var hún lærlingur hjá ýmsum hönnuðum og tímaritum á borð við Dazed & Confused. „Það var ótrúlega gott að læra í London og einmitt einnig vegna tengslanetsins. Þessi heimur byggir mikið á tengslaneti,“ segir hún. Katrín hefur meira og minna verið á flakki síðustu tvö ár, eða frá því að hún hannaði fyrstu skólínu sína, og flakkað á milli Íslands, New York, London og Parísar. „Ég er búin að vera á mjög miklu flakki síðastliðin tvö ár, við sýnum fjórar línur á ári í London, New York og París og svo er verksmiðjan mín í Portúgal þannig að ferlið krefst mikilla ferðalaga. En ég er að færa vinnustofuna mína til London núna, það liggur beinast við. Þetta er orðið of stórt til að vera með þetta bara ein í ferðatöskum. Ég þarf líka að fara að ráða inn teymi, þar sem ég næ ekki að sinna þessu ein lengur.“ KALDA inn í frægar verslanir KALDA-skór eru seldir í Yeoman á Skólavörðustíg og fara í verslanir Geysis í nóvember. Þá eru KALDA-skórnir komnir inn í frægar verslanir á borð við Harvey Nichols og Browns í London en samtals eru verslanirnar sem selja skóna átta talsins. Að mati Katrínar er talsverður munur á skókaupum íslenskra kvenna og kvenna úti í heimi og segir hún að ástæðan sé líklega veðrið. Erlendis séu skókaup jafnvel tilfinningalegri þar sem skór séu ákveðin persónuleg afhjúpun. „Mér finnst mjög gaman að velta fyrir mér sambandinu sem konur hafa við skó og ég hugsa mikið um tilfinninguna sem fylgir hverju pari fyrir kúnnann þegar ég er að hanna. Konur vita allar um þessa tilfinningu, að fara í háa hæla eða strigaskó breytir því hvernig við göngum inn í daginn og í hvaða skapi við erum. Ég held að ekkert annað í fataskápnum okkur sé eins mótandi, og það er einmitt það skemmtilegasta við skó.“ KALDA er hægt að staðsetja í milliflokk hvað verðið varðar og vill Katrín halda því áfram. „Mig langar að halda verðinu aðgengilegu án þess að fórna neinu í gæðum. Það er mikilvægt fyrir mig að konur geti eignast KALDA par án þess að fara á hausinn,“ segir hún og hlær. „Þetta eru millidýrir skór og það var ákveðið pláss á markaðnum fyrir slíka tegund af skóm. Miðað við hvað hefur gengið vel á okkar stutta líftíma þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira