Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 21:30 Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja leigusamninga hafa verið aðlagaða að markaðsverði eftir að félagið tók við rekstri á tveimur stórum fasteignasöfnum í fyrra. Vísir/Arnar Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja leigusamninga hafa verið aðlaða að markaðsverði eftir að félagið tók við rekstri á tveimur stórum fasteignasöfnum í fyrra. Leigan, sem í einhverjum tilfellum hafi staðið í stað frá 2009, hafi verið verið hækkuð í skrefum til að gefa leigjendum svigrúm til að aðlagast. Í dag fylgi leiguverð Almenna leigufélagsins meðalleigu á markaði. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að vísitala fasteignaverðs hafi hækkað um 95 prósent og vísitala leiguverðs um 84 prósent frá árinu 2011. Leiguverð taki fyrst og fremst mið af fasteignaverði. „Félagið hefur fram að þessu verið að greiða háar fjárhæðir með þessum eignum vegna rekstrar- og fjármagnskostnaðar,“ segir í yfirlýsingunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýndi Almenna leigufélagið harðlega í dag fyrir miklar hækkanir og sagði það leggjast á leigjendur sína. Hagnaður Almenna leigufélagsins árið 2017 nam um 1,5 milljarði króna. Eignir félagsins námu 42 milljörðum króna í lok árs.Sjá einnig: Ragnar Þór segir gamma leggjast á leigjendur sínaYfirlýsingunni fylgdu súlurit sem sína leiguverð íbúða Almenna leigufélagsins og meðalleiguverðs.Enn fremur segir í yfirlýsingunni að um tólf prósent um 30 þúsund leiguíbúða á íslandi séu í eigu leigufélaga eins og Almenna leigufélagsins. Tveir þriðju séu í eigu einstaklinga sem leigi út eina eða nokkrar íbúðir. „Það er því órafjarri að leigufélög séu í aðstöðu til að hafa áhrif á markaðsverð á leiguhúsnæði eins og stundum er haldið fram í umræðunni,“ segir í yfirlýsingunni. „Leiguverð þarf svo auðvitað að standa straum af fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati. Viðhald fasteigna er stór hluti af kostnaði og við bjóðum upp á símsvörun allan sólahringinn og neyðarþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Langstærsti liðurinn í rekstri allra fasteignafélaga er svo fjármagnskostnaður sem er gríðarlega hár hér á landi vegna vaxtastigsins.“Yfirlýsingunni fylgdu súlurit sem sína leiguverð íbúða Almenna leigufélagsins og meðalleiguverðs.Félagið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir svokallað flutningsgjald, 120 þúsund króna gjald sem sett er á leiguaðila sem vilja flytja á milli íbúða félagsins. Í yfirlýsingunni segir að margir hafi nýtt sér þessa þjónustu og henni fylgi kostnaður fyrir félagið. „Þetta er gjald sem er alþekkt hjá leigufélögum bæði erlendis og hérlendis. Til dæmis rukkaði Leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, einn auka leigumánuð fyrir þessa þjónustu, en við kusum að fara þá leið að hafa þetta fast gjald, kr. 120.000,- til að halda kostnaði fyrir viðskiptavininn í lágmarki. Þá er rétt að taka fram að þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á og leigutakar hafa fullt val um það hvort þeir nýti hana eða ekki.“Yfirlýsingunni fylgdu súlurit sem sína leiguverð íbúða Almenna leigufélagsins og meðalleiguverðs.Yfirlýsinguna frá Almenna leigufélaginu má sjá hér að neðan:Í tilefni af fréttum fjölmiðla af ummælum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um leiguverð vill Almenna leigufélagið koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri á tveimur stórum fasteignasöfnum, sem samansett voru af íbúðum sem voru að stærstum hluta í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Annars vegar var um að ræða Leigufélagið Klett, sem var í eigu ÍLS, og hins vegar félagið BK eignir, sem var samansett af nokkrum eignasöfnum frá ÍLS, auk eigna sem voru í eigu þrotabúa gjaldþrota fasteignafélaga.Leiguverð á fasteignum þessara félaga var í mörgum tilfellum búið að standa óbreytt allt frá árinu 2009. Til samanburðar hefur vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 95% og vísitala leiguverðs um 84% frá árinu 2011, en leiguverð tekur fyrst og fremst mið af fasteignaverði. Almenna leigufélagið hefur því þurft að aðlaga þessa leigusamninga að markaðsverði og hefur það verið gert í skrefum þannig að leigjendur fái svigrúm til þess að laga sig að því. Félagið hefur fram að þessu verið að greiða háar fjárhæðir með þessum eignum vegna rekstrar- og fjármagnskostnaðar.Leiguverð á íbúðum Almenna leigufélagsins fylgir meðalleiguverði á markaði. Í dag er áætlaður fjöldi leiguíbúða á Íslandi um 30.000. Sé litið til opinberra gagna og niðurstöðu könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir velferðarráðuneytið, er hægt að áætla skiptingu markaðarins. Samkvæmt þeim eru um 23% hluti af félagslega kerfinu, og standa einungis ákveðnum þjóðfélagshópum til boða. U.þ.b. 12% eru í eigu einkarekinna leigufélaga á borð við Almenna leigufélagið og Heimavelli. Um tveir þriðju hlutar allra leiguíbúða eru í eigu einstaklinga sem leigja út eina, eða í sumum tilfellum nokkrar, íbúðir. Það er því órafjarri að leigufélög séu í aðstöðu til að hafa áhrif á markaðsverð á leiguhúsnæði eins og stundum er haldið fram í umræðunni.Leiguverð þarf svo auðvitað að standa straum af fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati. Viðhald fasteigna er stór hluti af kostnaði og við bjóðum upp á símsvörun allan sólahringinn og neyðarþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Langstærsti liðurinn í rekstri allra fasteignafélaga er svo fjármagnskostnaður sem er gríðarlega hár hér á landi vegna vaxtastigsins.Varðandi flutningsgjald sem einnig hefur verið rætt um, þá stendur það straum við hluta af þeim kostnaði sem því fylgir þegar leigjendur kjósa að flytja milli íbúða innan félagsins. Það eru mjög margir viðskiptavinir Almenna leigufélagsins sem hafa nýtt sér þessa þjónustu, en henni fylgir að sjálfsögðu kostnaður fyrir félagið. Þetta er gjald sem er alþekkt hjá leigufélögum bæði erlendis og hérlendis. Til dæmis rukkaði Leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, einn auka leigumánuð fyrir þessa þjónustu, en við kusum að fara þá leið að hafa þetta fast gjald, kr. 120.000,- til að halda kostnaði fyrir viðskiptavininn í lágmarki. Þá er rétt að taka fram að þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á og leigutakar hafa fullt val um það hvort þeir nýti hana eða ekki.Meðfylgjandi eru gögn um meðalleiguverð á íbúðum Almenna leigufélagsins í maí 2018, samanborið við upplýsingar frá Þjóðskrá um meðalleigu í mars 2018.Reykjavík, 2. maí 2018F.h. Almenna leigufélagsins Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja leigusamninga hafa verið aðlaða að markaðsverði eftir að félagið tók við rekstri á tveimur stórum fasteignasöfnum í fyrra. Leigan, sem í einhverjum tilfellum hafi staðið í stað frá 2009, hafi verið verið hækkuð í skrefum til að gefa leigjendum svigrúm til að aðlagast. Í dag fylgi leiguverð Almenna leigufélagsins meðalleigu á markaði. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að vísitala fasteignaverðs hafi hækkað um 95 prósent og vísitala leiguverðs um 84 prósent frá árinu 2011. Leiguverð taki fyrst og fremst mið af fasteignaverði. „Félagið hefur fram að þessu verið að greiða háar fjárhæðir með þessum eignum vegna rekstrar- og fjármagnskostnaðar,“ segir í yfirlýsingunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýndi Almenna leigufélagið harðlega í dag fyrir miklar hækkanir og sagði það leggjast á leigjendur sína. Hagnaður Almenna leigufélagsins árið 2017 nam um 1,5 milljarði króna. Eignir félagsins námu 42 milljörðum króna í lok árs.Sjá einnig: Ragnar Þór segir gamma leggjast á leigjendur sínaYfirlýsingunni fylgdu súlurit sem sína leiguverð íbúða Almenna leigufélagsins og meðalleiguverðs.Enn fremur segir í yfirlýsingunni að um tólf prósent um 30 þúsund leiguíbúða á íslandi séu í eigu leigufélaga eins og Almenna leigufélagsins. Tveir þriðju séu í eigu einstaklinga sem leigi út eina eða nokkrar íbúðir. „Það er því órafjarri að leigufélög séu í aðstöðu til að hafa áhrif á markaðsverð á leiguhúsnæði eins og stundum er haldið fram í umræðunni,“ segir í yfirlýsingunni. „Leiguverð þarf svo auðvitað að standa straum af fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati. Viðhald fasteigna er stór hluti af kostnaði og við bjóðum upp á símsvörun allan sólahringinn og neyðarþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Langstærsti liðurinn í rekstri allra fasteignafélaga er svo fjármagnskostnaður sem er gríðarlega hár hér á landi vegna vaxtastigsins.“Yfirlýsingunni fylgdu súlurit sem sína leiguverð íbúða Almenna leigufélagsins og meðalleiguverðs.Félagið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir svokallað flutningsgjald, 120 þúsund króna gjald sem sett er á leiguaðila sem vilja flytja á milli íbúða félagsins. Í yfirlýsingunni segir að margir hafi nýtt sér þessa þjónustu og henni fylgi kostnaður fyrir félagið. „Þetta er gjald sem er alþekkt hjá leigufélögum bæði erlendis og hérlendis. Til dæmis rukkaði Leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, einn auka leigumánuð fyrir þessa þjónustu, en við kusum að fara þá leið að hafa þetta fast gjald, kr. 120.000,- til að halda kostnaði fyrir viðskiptavininn í lágmarki. Þá er rétt að taka fram að þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á og leigutakar hafa fullt val um það hvort þeir nýti hana eða ekki.“Yfirlýsingunni fylgdu súlurit sem sína leiguverð íbúða Almenna leigufélagsins og meðalleiguverðs.Yfirlýsinguna frá Almenna leigufélaginu má sjá hér að neðan:Í tilefni af fréttum fjölmiðla af ummælum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um leiguverð vill Almenna leigufélagið koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri á tveimur stórum fasteignasöfnum, sem samansett voru af íbúðum sem voru að stærstum hluta í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Annars vegar var um að ræða Leigufélagið Klett, sem var í eigu ÍLS, og hins vegar félagið BK eignir, sem var samansett af nokkrum eignasöfnum frá ÍLS, auk eigna sem voru í eigu þrotabúa gjaldþrota fasteignafélaga.Leiguverð á fasteignum þessara félaga var í mörgum tilfellum búið að standa óbreytt allt frá árinu 2009. Til samanburðar hefur vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 95% og vísitala leiguverðs um 84% frá árinu 2011, en leiguverð tekur fyrst og fremst mið af fasteignaverði. Almenna leigufélagið hefur því þurft að aðlaga þessa leigusamninga að markaðsverði og hefur það verið gert í skrefum þannig að leigjendur fái svigrúm til þess að laga sig að því. Félagið hefur fram að þessu verið að greiða háar fjárhæðir með þessum eignum vegna rekstrar- og fjármagnskostnaðar.Leiguverð á íbúðum Almenna leigufélagsins fylgir meðalleiguverði á markaði. Í dag er áætlaður fjöldi leiguíbúða á Íslandi um 30.000. Sé litið til opinberra gagna og niðurstöðu könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir velferðarráðuneytið, er hægt að áætla skiptingu markaðarins. Samkvæmt þeim eru um 23% hluti af félagslega kerfinu, og standa einungis ákveðnum þjóðfélagshópum til boða. U.þ.b. 12% eru í eigu einkarekinna leigufélaga á borð við Almenna leigufélagið og Heimavelli. Um tveir þriðju hlutar allra leiguíbúða eru í eigu einstaklinga sem leigja út eina, eða í sumum tilfellum nokkrar, íbúðir. Það er því órafjarri að leigufélög séu í aðstöðu til að hafa áhrif á markaðsverð á leiguhúsnæði eins og stundum er haldið fram í umræðunni.Leiguverð þarf svo auðvitað að standa straum af fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati. Viðhald fasteigna er stór hluti af kostnaði og við bjóðum upp á símsvörun allan sólahringinn og neyðarþjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Langstærsti liðurinn í rekstri allra fasteignafélaga er svo fjármagnskostnaður sem er gríðarlega hár hér á landi vegna vaxtastigsins.Varðandi flutningsgjald sem einnig hefur verið rætt um, þá stendur það straum við hluta af þeim kostnaði sem því fylgir þegar leigjendur kjósa að flytja milli íbúða innan félagsins. Það eru mjög margir viðskiptavinir Almenna leigufélagsins sem hafa nýtt sér þessa þjónustu, en henni fylgir að sjálfsögðu kostnaður fyrir félagið. Þetta er gjald sem er alþekkt hjá leigufélögum bæði erlendis og hérlendis. Til dæmis rukkaði Leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, einn auka leigumánuð fyrir þessa þjónustu, en við kusum að fara þá leið að hafa þetta fast gjald, kr. 120.000,- til að halda kostnaði fyrir viðskiptavininn í lágmarki. Þá er rétt að taka fram að þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á og leigutakar hafa fullt val um það hvort þeir nýti hana eða ekki.Meðfylgjandi eru gögn um meðalleiguverð á íbúðum Almenna leigufélagsins í maí 2018, samanborið við upplýsingar frá Þjóðskrá um meðalleigu í mars 2018.Reykjavík, 2. maí 2018F.h. Almenna leigufélagsins
Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira