Vinstri græn vilja tryggja öllum leikskólapláss og grípa til róttækra aðgerða gegn mengun Sylvía Hall skrifar 2. maí 2018 19:12 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, kynnti stefnumál flokksins í dag. Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“ Kosningar 2018 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Á næsta kjörtímabili vilja Vinstri græn að Reykjavík grípi til róttækra aðgerða til að draga úr mengun og sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. „Taka á fyrir notkun nagladekkja til að útrýma svifryki og taka stærri skref til að Reykjavík nái markmiðum um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Þessu á að ná með því að bæta almenningssamgöngur, koma borgarlínunni í framkvæmd og fjölga hjólreiðastígum.“ segir í tilkynningu frá framboðinu. Þau segja loftslagsmálin vera eitt mikilvægasta pólítíska viðfangsefni okkar daga og Reykjavíkurborg verði að taka stærri græn skref á næsta kjörtímabili. Greiða þurfi götu vistvænni samgangna, fjölga hlöðum fyrir rafmagnsbíla í bílastæðahúsum borgarinnar og á götum miðbæjarins og í úthverfum.Vilja auka kolefnisbindingu og tryggja öllum pláss á borgarreknum leikskólum Líf Magneudóttir, oddviti VG, segir að Vinstri græn vilji auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og náttúrugæða: „Reykjavík á að auka skógrækt í borgarlandinu og halda áfram með „græna trefilinn“ sem byrjað var á í tíð R-Listans á tíunda áratugnum. En mikilvægasta verkefni okkar á að vera að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Við eigum að rafbílavæða Reykjavík, draga úr neyslu, minnka matarsóun, gera Reykjavík vegan-væna og draga stórlega úr einnota umbúðum og plasti.“ Önnur helstu stefnumál Vinstri grænna fyrir þessar kosningar er að tryggja öllum fjölskyldum í Reykjavík pláss á borgarreknum leikskólum strax að fæðingarorlofi loknu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það gerum við með opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum og með því að tryggja að allir leikskólar séu full mannaðir. Til þess verðum við að fjölgum starfsfólki, en það verður ekki gert nema að við bætum kjör starfsfólks í leikskólum. Þessar stóru kvennastéttir sem halda uppi starfi leikskólanna hafa setið eftir í kjaramálum á síðustu árum.“Þarf að endurskoða kjarastefnu gegn tekjulægstu hópum Líf segir að endurskoða verði kjarastefnu borgarinnar gagnvart tekjulægstu hópunum og ganga fyrir í kjarabótum til tekjulægstu hópanna: „Endurskoðun kjarastefnunnar er eitthvað sem við verðum að gera í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, líkt og endurreisn verkamannabústaðanna. Það er rauður þráður í kosningastefnuskrá okkar: Samvinna. Við viljum að borgin sé gerandi í því að leysa húsnæðisvandann, í umhverfismálum og kjaramálum, en þetta eru verkefni sem eru það brýn og stór að við verðum að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, félagasamtökum og öllum öðrum sem vilja vinna að þessum málum með okkur.“
Kosningar 2018 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira