Hin sænska Annika Sörenstam er á leið til Íslands í næsta mánuði en hún er öllum golfáhugamönnum að góðu kunn.
Sörenstam var á sínum tíma í sérflokki í kvennagolfinu en hún sigraði á tíu risamótum á ferlinum. Á LPGA-mótaröðinni var hún hlutskörpust á 72 mótum. Hún á einnig 17 sigra á LET-mótaröðinni.
Hún hætti í keppnisgolfinu fyrir tíu árum síðan en þá var hún aðeins 38 ára gömul.
Í frétt golf.is kemur fram að Sörenstam muni taka þátt í fundum og viðburðum er tengjast uppbyggingu golfíþróttarinnar hérlendis. Viðburðir verða auglýstir síðar en hún verður hér á landi 10. og 11. júní.
Einn besti kvenkylfingur allra tíma á leið til Íslands
