Loftslagsbreytingar hafa nú víðtæk áhrif á náttúrufar, lífríki og samfélag manna á Íslandi og þau munu aðeins aukast eftir því sem líður á öldina ef ekki verið dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta má lesa út úr nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem telur aðlögun að breyttu umhverfi nauðsynlega. Formaður vísindanefndarinnar hefur áhyggjur af mikilli óvissu sem ríkir um framtíðarþróunina. Skýrslan nú er umfangsmesta úttektin sem gerð hefur verið á áhrifum loftslagsbreytinga á Ísland til þessa. Þetta er þriðja skýrsla sinnar tegundar en sú síðasta kom út fyrir tíu árum. Í henni er fjallað um afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir allt frá veðurfari, jöklum, lífríki sjávar og samfélagi manna til gróðurþekju og náttúruvár. Varað er við því að verulegar afleiðingar verði af hlýnuninni á náttúrufar og samfélag og að umtalsverð þörf fyrir aðlögun skapist. Margt af því sem kemur fram í skýrslunni hefur lengi verið þekkt og rætt um eins og yfirvofandi hvarf jökla, aukna grósku með hlýnandi loftslagi og hraðari súrnun sjávar í kringum Ísland. Í henni birtist hins vegar einnig ítarlegri og nákvæmari sýn á þætti eins og breytingar á sjávarstöðu og auknar veðuröfgar en einnig athugasemdir og gagnrýni á skort á vöktun á breytingunum sem eiga sér nú staða á náttúrufari og lífríki og opinberum áætlunum um aðlögun að stórtækum umhverfisbreytingunum. „Yfirleitt má segja að hlutir séu á sama róli og við héldum en sums staðar eru áhrifin verri,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar, um niðurstöður skýrslunnar nú í samanburði við árið 2008.Hlýnun á Íslandi og í hafinu í kring frá 1865 til 2005 ásamt áætlaðri hlýnun til lok aldarinnar. Bláskyggða svæðið á 21. öldinni sýnir hlýnun miðað við verulegan samdrátt í losun. Rauðskyggða svæðið sýnir spá um þróun hita miðað við óhefta losun.Veðurstofa Íslands/IPCCAllt að 4°C hlýnun fyrir lok aldarinnar Frá miðri 19. öld hefur hlýnað um 0,8°C á Íslandi sem sagt er á pari við þá hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað á sama tíma. Mest hefur hlýnað vestan- og norðvestantil. Á sama tíma hefur árleg úrkoma aukist um hundrað til tvö hundruð millímetra, úr 1.500 í 1.600-1.700 millímetra. Skýrsluhöfundar telja líklegt að fram að miðbiki aldarinnar hlýni um 1,3 til 2,3°C á landinu og hafsvæðinu í kring miðað árin frá 1986 til 2005. Haldi markmið Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun er gert ráð fyrir hóflegri hlýnun á bilinu 1,3 til 1,6°C. Vísbendingar eru sagðar um að hlýnun verði meiri norðanlands en sunnan. Víða um landið verði meira en helmingur sumardaga við lok aldarinnar hlýrri en 15°C. Hlýnun verði meiri að vetri en sumri og munurinn geti numið allt að helmingi árshlýnunar. Meiri óvissa er sögð um þróun úrkomu. Ákefð úrkomu gæti aukist og þannig gæti þurrkadögum fjölgað jafnvel þó að heildarúrkoma aukist. Verði losun gróðurhúsalofttegunda áfram mikil gæti hlýnun á Íslandi til aldaloka náð 4°C. Slík hitafarsbreyting er sambærileg við þá sem hefur átt sér stað á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar, á meira en tíu þúsund árum. Náist árangur í að draga úr losun á heimsvísu geti hlýnunin verið nær 1,5 til 2,4°C.Landið grænkar á sama tíma og jöklar hopa vegna loftslagsbreytinga. Myndin er af Eyjafjallajökli og er frá árinu 2002. Spáð er að íslenskir jöklar hverfi að mestu leyti á næstu öldum.Bjarni D. SigurðssonMiklar breytingar og augljósar Afleiðingar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað fyrir náttúrufar á landinu eru sagðar víðfeðmar og auðsæjar í skýrslunni. Jöklar hafa dregist saman um 2.000 ferkílómetra að flatarmáli frá því að þeir voru sem stærstir við lok 19. aldar, þar af um 500 ferkílómetra á þessari öld. Áfram er búist við að þeir hverfi að mestu leyti á næstu öldum. Búist er við því að Langjökull muni hafa tapað 85% af rúmmáli sínu fyrir lok aldarinnar og Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls um 60%. Bráðnunin mun hafa áhrif á vatnafar og þar af leiðandi vatnsaflsvirkjanir. Þynning jöklanna veldur landrisi inn til landsins. Talið er að það muni vega upp á móti hækkun yfirborðs sjávar og við suður- og suðausturströndina þar sem landið rís hraðast er því spáð að sjávarmál falli á þessari öld. Gróðri hefur vaxið ásmegin með hlýnandi loftslagi og hærri styrk koltvísýrings í loftinu. Þannig hefur útbreiðsla birkiskóga og kjarrs aukist um 9% frá 1990. Þó er varað við því að samtímis hafi ýmsir skaðvaldar gróðurs eins og sitkalús orðið meira áberandi. Afrakstur ræktarlands hefur einnig aukist verulega og spáð er enn frekari breytingum í þá átt með áframhaldandi hlýnun. Í hafinu hafa loftslagsbreytingar haft tvíþætt áhrif. Sjórinn hlýnar en hefur á sama tíma súrnað vegna þess að hann tekur upp allt að þriðjung þess koltvísýrings sem menn hafa dælt út í lofthjúpinn. Aðstæður í hafinu við Ísland gera það að verkum að sjórinn súrnar örar hér en annars staðar. Líklegt er því að neikvæð áhrif fyrir lífríki, ekki síst kalkmyndandi lífverur, komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum. Umhverfisbreytingar í hafinu eru tengdar að hluta við breytingar á stofnstærð og útbreiðslu tegunda eins og loðnu og markíls. Vísbendingar eru sagðar benda til að þorskurinn sé vel aðlagaður til að takast á við umhverfisbreytingarnar.Kaldsjávarkórallar eru dæmi um kalkmyndandi lífverur sem eiga undir högg að sækja þegar hafið súrnar og hlýnar.HafrannsóknastofnunSjávarmálshækkun líklega minni við Ísland en mikilli óvissu háð Vísindanefndin telur sig nú hafa betri þekkingu til að meta svæðisbundnar breytingar á sjávarstöðu en þegar síðasta skýrsla kom út árið 2008. Athygli vekur að hún telur að hækkun yfirborðs sjávar, vegna bráðnunar landíss og útþenslu sjávar þegar hann hlýnar, verði töluvert minni við Ísland en að meðaltali á jörðinni. Þannig er talið líklegt að sjávarstaðan við landið hækki aðeins um 30-40% af hnattrænni meðalhækkun. Í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var mest gert ráð fyrir eins metra hækkun yfirborðs sjávar á öldinni. Síðan þá hafa vísindamenn leitt að því líkum að mat þeirra þá á bráðnun jökla hafi verið of varfærið og ólíklegt sé að bjartsýnarin spár gangi eftir. Matið á hækkun sjávarmáls við Ísland er mikilli óvissu háð. Ísinn á Suðurskautslandinu hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðunnar við Ísland. Vísindamenn hafa lengi óttast að óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu geti valdið mikilli hækkun yfirborðs sjávar. Halldór segir vænta sjávarmálshækkun hér við land merkilega lága. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því hversu mikil óvissan er. Í versta falli geti hækkunin hér orðið fjörutíu sentímetrum hærri. Þá nemi hún um 90% af hnattrænu meðaltali. „Það er voðalega óþægileg aðstaða að vera í. Það er ekki gott að gefa ráð og segja þetta er það sem við höldum en óvissan er tvöföld merkið,“ segir hann við Vísi. Þegar litið er lengra en til þessarar aldar mun bráðnun jökla á líkindum leiða til nokkurra metra hækkunar sjávarsmáls við Ísland. Þessi óvissa er hins vegar ekki aðeins bundin við sjávarmálshækkun heldur margar aðrar breytingar sem koma til með að verða á hlýnandi jörðu. „Mér finnst mjög óþægilegt hvað það er mikið af þessari framtíðarþróun þar sem eru of margar breytur til að það sé hægt að vera tiltölulega öruggur um hvað muni gerast,“ segir hann og leggur áherslu á að reynt verði að draga úr þeirri óvissu með frekari rannsóknum.Ísblandað brot úr Móafellshyrnu í Fljótum sem hrundi úr 750 metra hæð í fjallinu í september árið 2012. Varað er við hættunni á skriðuföllum vegna bráðnandi sífrera í fjallshlíðum í skýrslunni.Jón K. HelgasonHætta á náttúruvá eykst Loftslagsbreytingunum á þessari öld er talin fylgja hætta á frekari náttúruvá. Vísindanefndin nefnir þar aukna tíðni og umfang jökulhlaupa og flóða frá jaðarlónum skriðjökla, ofanflóð, eldgosahættu vegna aukinnar kvikuframleiðslu undir landi sem er að rísa, gróðurelda og sjávarflóð. Aftakaveður eru sögð breytast með loftslagsbreytingum. Rigninga- og leysingaflóð muni taka breytingum samfara líklegri aukinni ákefð í úrkomu. Erfiðara er sagt að spá fyrir um tíðni hvassviðra.Sjá einnig:Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Með hækkun yfirborðs sjávar fylgist aukin hætta á sjávarflóðum. Nefndin segir því að mikilvægt sá að fara með gát við skipulag á byggð á lágsvæðum. Þannig ætti að forðast að setja spennustöðvar, viðkvæm kerfi eða geymslur fyrir verðmæti í kjallara á svæðum þar sem hætta er á sjávarflóðum. Sérstaklega er varað við ofanflóðahættu af völdum bráðnunar sífrera í fjallshlíðum. Þar vísar nefndin meðal annars í skriðu sem féll í Móafellshyrnu í Fljótum árið 2012.Halldór Björnsson er formaður vísindanefndarinnar en hann er loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.VísirLítið hugað að aðlögun og vöktun á Íslandi Umfang breytinganna sem er spáð kallar á að Ísland aðlagi sig að þeim. Þannig þurfi að aðlaga fráveitu- og ofanvatnskerfi breyttum heimi. Hærri sjávarstaða og ákafari úrkoma geti aukið álag á fráveitukerfi og breytingar geti haft áhrif á framboð og gæði vatns. Einnig munu breytingarnar að líkindum hafa áhrif á eftirspurn og framleiðslu orku. Dregið gæti úr eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar. Ef orkukerfið er ekki endurhannað fer það á mis við mikla aukningu í nýtilegu vatnsafli á þessari öld. Vísindanefndin bendir hins vegar á að ólíkt nágrannalöndunum hafi nær engar opinberar áætlanir um aðlögun verið gerðar hér. Erlendis hafi áhrif loftslagsbreytinga á einstaka geira samfélagsins verið skoðuð til að meta hversu viðkvæmir þeir séu fyrir þeim. „Þegar menn eru að skipuleggja sig hafa þeir yfirleitt ekki tekið loftslagsbreytingar neitt inn í myndina nema örfá fyrirtæki. Menn verða að sinna aðlögun og ríkið verður líka að ganga undna og gera landsáætlun eins og allar nágrannaþjóðirnar hafa gert,“ segir Halldór. Nefndin rifjar upp að í skýrslu sinni fyrir tíu árum hafi hún bent á að umtalsverðar afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi kölluðu á aukna vöktun og rannsóknir á breytingum á náttúrufari. Síðan þá hafi hins vegar verið dregið úr almennri vöktun á náttúrufari landsins. Það gildi jafnt um veðurathuganir og vöktun á lífríki lands og sjávar. Ítrekað nefndin þörfina fyrir haldbærar rannsóknir og þekkingaröflun til að byggja skipuleg viðbrögð við loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Loftslagsbreytingar hafa nú víðtæk áhrif á náttúrufar, lífríki og samfélag manna á Íslandi og þau munu aðeins aukast eftir því sem líður á öldina ef ekki verið dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta má lesa út úr nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem telur aðlögun að breyttu umhverfi nauðsynlega. Formaður vísindanefndarinnar hefur áhyggjur af mikilli óvissu sem ríkir um framtíðarþróunina. Skýrslan nú er umfangsmesta úttektin sem gerð hefur verið á áhrifum loftslagsbreytinga á Ísland til þessa. Þetta er þriðja skýrsla sinnar tegundar en sú síðasta kom út fyrir tíu árum. Í henni er fjallað um afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir allt frá veðurfari, jöklum, lífríki sjávar og samfélagi manna til gróðurþekju og náttúruvár. Varað er við því að verulegar afleiðingar verði af hlýnuninni á náttúrufar og samfélag og að umtalsverð þörf fyrir aðlögun skapist. Margt af því sem kemur fram í skýrslunni hefur lengi verið þekkt og rætt um eins og yfirvofandi hvarf jökla, aukna grósku með hlýnandi loftslagi og hraðari súrnun sjávar í kringum Ísland. Í henni birtist hins vegar einnig ítarlegri og nákvæmari sýn á þætti eins og breytingar á sjávarstöðu og auknar veðuröfgar en einnig athugasemdir og gagnrýni á skort á vöktun á breytingunum sem eiga sér nú staða á náttúrufari og lífríki og opinberum áætlunum um aðlögun að stórtækum umhverfisbreytingunum. „Yfirleitt má segja að hlutir séu á sama róli og við héldum en sums staðar eru áhrifin verri,“ segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar, um niðurstöður skýrslunnar nú í samanburði við árið 2008.Hlýnun á Íslandi og í hafinu í kring frá 1865 til 2005 ásamt áætlaðri hlýnun til lok aldarinnar. Bláskyggða svæðið á 21. öldinni sýnir hlýnun miðað við verulegan samdrátt í losun. Rauðskyggða svæðið sýnir spá um þróun hita miðað við óhefta losun.Veðurstofa Íslands/IPCCAllt að 4°C hlýnun fyrir lok aldarinnar Frá miðri 19. öld hefur hlýnað um 0,8°C á Íslandi sem sagt er á pari við þá hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað á sama tíma. Mest hefur hlýnað vestan- og norðvestantil. Á sama tíma hefur árleg úrkoma aukist um hundrað til tvö hundruð millímetra, úr 1.500 í 1.600-1.700 millímetra. Skýrsluhöfundar telja líklegt að fram að miðbiki aldarinnar hlýni um 1,3 til 2,3°C á landinu og hafsvæðinu í kring miðað árin frá 1986 til 2005. Haldi markmið Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun er gert ráð fyrir hóflegri hlýnun á bilinu 1,3 til 1,6°C. Vísbendingar eru sagðar um að hlýnun verði meiri norðanlands en sunnan. Víða um landið verði meira en helmingur sumardaga við lok aldarinnar hlýrri en 15°C. Hlýnun verði meiri að vetri en sumri og munurinn geti numið allt að helmingi árshlýnunar. Meiri óvissa er sögð um þróun úrkomu. Ákefð úrkomu gæti aukist og þannig gæti þurrkadögum fjölgað jafnvel þó að heildarúrkoma aukist. Verði losun gróðurhúsalofttegunda áfram mikil gæti hlýnun á Íslandi til aldaloka náð 4°C. Slík hitafarsbreyting er sambærileg við þá sem hefur átt sér stað á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar, á meira en tíu þúsund árum. Náist árangur í að draga úr losun á heimsvísu geti hlýnunin verið nær 1,5 til 2,4°C.Landið grænkar á sama tíma og jöklar hopa vegna loftslagsbreytinga. Myndin er af Eyjafjallajökli og er frá árinu 2002. Spáð er að íslenskir jöklar hverfi að mestu leyti á næstu öldum.Bjarni D. SigurðssonMiklar breytingar og augljósar Afleiðingar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað fyrir náttúrufar á landinu eru sagðar víðfeðmar og auðsæjar í skýrslunni. Jöklar hafa dregist saman um 2.000 ferkílómetra að flatarmáli frá því að þeir voru sem stærstir við lok 19. aldar, þar af um 500 ferkílómetra á þessari öld. Áfram er búist við að þeir hverfi að mestu leyti á næstu öldum. Búist er við því að Langjökull muni hafa tapað 85% af rúmmáli sínu fyrir lok aldarinnar og Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls um 60%. Bráðnunin mun hafa áhrif á vatnafar og þar af leiðandi vatnsaflsvirkjanir. Þynning jöklanna veldur landrisi inn til landsins. Talið er að það muni vega upp á móti hækkun yfirborðs sjávar og við suður- og suðausturströndina þar sem landið rís hraðast er því spáð að sjávarmál falli á þessari öld. Gróðri hefur vaxið ásmegin með hlýnandi loftslagi og hærri styrk koltvísýrings í loftinu. Þannig hefur útbreiðsla birkiskóga og kjarrs aukist um 9% frá 1990. Þó er varað við því að samtímis hafi ýmsir skaðvaldar gróðurs eins og sitkalús orðið meira áberandi. Afrakstur ræktarlands hefur einnig aukist verulega og spáð er enn frekari breytingum í þá átt með áframhaldandi hlýnun. Í hafinu hafa loftslagsbreytingar haft tvíþætt áhrif. Sjórinn hlýnar en hefur á sama tíma súrnað vegna þess að hann tekur upp allt að þriðjung þess koltvísýrings sem menn hafa dælt út í lofthjúpinn. Aðstæður í hafinu við Ísland gera það að verkum að sjórinn súrnar örar hér en annars staðar. Líklegt er því að neikvæð áhrif fyrir lífríki, ekki síst kalkmyndandi lífverur, komi fyrr fram á íslenskum hafsvæðum. Umhverfisbreytingar í hafinu eru tengdar að hluta við breytingar á stofnstærð og útbreiðslu tegunda eins og loðnu og markíls. Vísbendingar eru sagðar benda til að þorskurinn sé vel aðlagaður til að takast á við umhverfisbreytingarnar.Kaldsjávarkórallar eru dæmi um kalkmyndandi lífverur sem eiga undir högg að sækja þegar hafið súrnar og hlýnar.HafrannsóknastofnunSjávarmálshækkun líklega minni við Ísland en mikilli óvissu háð Vísindanefndin telur sig nú hafa betri þekkingu til að meta svæðisbundnar breytingar á sjávarstöðu en þegar síðasta skýrsla kom út árið 2008. Athygli vekur að hún telur að hækkun yfirborðs sjávar, vegna bráðnunar landíss og útþenslu sjávar þegar hann hlýnar, verði töluvert minni við Ísland en að meðaltali á jörðinni. Þannig er talið líklegt að sjávarstaðan við landið hækki aðeins um 30-40% af hnattrænni meðalhækkun. Í síðustu vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var mest gert ráð fyrir eins metra hækkun yfirborðs sjávar á öldinni. Síðan þá hafa vísindamenn leitt að því líkum að mat þeirra þá á bráðnun jökla hafi verið of varfærið og ólíklegt sé að bjartsýnarin spár gangi eftir. Matið á hækkun sjávarmáls við Ísland er mikilli óvissu háð. Ísinn á Suðurskautslandinu hefur mest áhrif á hækkun sjávarstöðunnar við Ísland. Vísindamenn hafa lengi óttast að óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu geti valdið mikilli hækkun yfirborðs sjávar. Halldór segir vænta sjávarmálshækkun hér við land merkilega lága. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því hversu mikil óvissan er. Í versta falli geti hækkunin hér orðið fjörutíu sentímetrum hærri. Þá nemi hún um 90% af hnattrænu meðaltali. „Það er voðalega óþægileg aðstaða að vera í. Það er ekki gott að gefa ráð og segja þetta er það sem við höldum en óvissan er tvöföld merkið,“ segir hann við Vísi. Þegar litið er lengra en til þessarar aldar mun bráðnun jökla á líkindum leiða til nokkurra metra hækkunar sjávarsmáls við Ísland. Þessi óvissa er hins vegar ekki aðeins bundin við sjávarmálshækkun heldur margar aðrar breytingar sem koma til með að verða á hlýnandi jörðu. „Mér finnst mjög óþægilegt hvað það er mikið af þessari framtíðarþróun þar sem eru of margar breytur til að það sé hægt að vera tiltölulega öruggur um hvað muni gerast,“ segir hann og leggur áherslu á að reynt verði að draga úr þeirri óvissu með frekari rannsóknum.Ísblandað brot úr Móafellshyrnu í Fljótum sem hrundi úr 750 metra hæð í fjallinu í september árið 2012. Varað er við hættunni á skriðuföllum vegna bráðnandi sífrera í fjallshlíðum í skýrslunni.Jón K. HelgasonHætta á náttúruvá eykst Loftslagsbreytingunum á þessari öld er talin fylgja hætta á frekari náttúruvá. Vísindanefndin nefnir þar aukna tíðni og umfang jökulhlaupa og flóða frá jaðarlónum skriðjökla, ofanflóð, eldgosahættu vegna aukinnar kvikuframleiðslu undir landi sem er að rísa, gróðurelda og sjávarflóð. Aftakaveður eru sögð breytast með loftslagsbreytingum. Rigninga- og leysingaflóð muni taka breytingum samfara líklegri aukinni ákefð í úrkomu. Erfiðara er sagt að spá fyrir um tíðni hvassviðra.Sjá einnig:Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Með hækkun yfirborðs sjávar fylgist aukin hætta á sjávarflóðum. Nefndin segir því að mikilvægt sá að fara með gát við skipulag á byggð á lágsvæðum. Þannig ætti að forðast að setja spennustöðvar, viðkvæm kerfi eða geymslur fyrir verðmæti í kjallara á svæðum þar sem hætta er á sjávarflóðum. Sérstaklega er varað við ofanflóðahættu af völdum bráðnunar sífrera í fjallshlíðum. Þar vísar nefndin meðal annars í skriðu sem féll í Móafellshyrnu í Fljótum árið 2012.Halldór Björnsson er formaður vísindanefndarinnar en hann er loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.VísirLítið hugað að aðlögun og vöktun á Íslandi Umfang breytinganna sem er spáð kallar á að Ísland aðlagi sig að þeim. Þannig þurfi að aðlaga fráveitu- og ofanvatnskerfi breyttum heimi. Hærri sjávarstaða og ákafari úrkoma geti aukið álag á fráveitukerfi og breytingar geti haft áhrif á framboð og gæði vatns. Einnig munu breytingarnar að líkindum hafa áhrif á eftirspurn og framleiðslu orku. Dregið gæti úr eftirspurn eftir heitu vatni til húshitunar. Ef orkukerfið er ekki endurhannað fer það á mis við mikla aukningu í nýtilegu vatnsafli á þessari öld. Vísindanefndin bendir hins vegar á að ólíkt nágrannalöndunum hafi nær engar opinberar áætlanir um aðlögun verið gerðar hér. Erlendis hafi áhrif loftslagsbreytinga á einstaka geira samfélagsins verið skoðuð til að meta hversu viðkvæmir þeir séu fyrir þeim. „Þegar menn eru að skipuleggja sig hafa þeir yfirleitt ekki tekið loftslagsbreytingar neitt inn í myndina nema örfá fyrirtæki. Menn verða að sinna aðlögun og ríkið verður líka að ganga undna og gera landsáætlun eins og allar nágrannaþjóðirnar hafa gert,“ segir Halldór. Nefndin rifjar upp að í skýrslu sinni fyrir tíu árum hafi hún bent á að umtalsverðar afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi kölluðu á aukna vöktun og rannsóknir á breytingum á náttúrufari. Síðan þá hafi hins vegar verið dregið úr almennri vöktun á náttúrufari landsins. Það gildi jafnt um veðurathuganir og vöktun á lífríki lands og sjávar. Ítrekað nefndin þörfina fyrir haldbærar rannsóknir og þekkingaröflun til að byggja skipuleg viðbrögð við loftslagsbreytingum.
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00
Golfkíkjar notaðir til að mæla sporða yfir jökullón Kaldalónsjökull, sem gengur úr Drangajökli, hopar mest af þeim jöklum sem Jöklarannsóknafélagið mældi í haust. Hann hopaði um 184 metra frá síðasta hausti. 7. mars 2018 12:45
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00