Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 08:13 Kanye West bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Vísir/AFP Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé. Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé.
Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35