Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi en 400 eru innan vébanda SAF. Vísir/stefán Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Sjá meira