„Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:39 Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira