Fótbolti

Hjörtur og félagar styrktu stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty
Hjörtur Hermannsson lék allar 90 mínúturnar í hjarta varnarinnar hjá Bröndby þegar liðið heimsótti Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Gestirnir voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum og gerðu raunar út um hann í fyrri hálfleik með þremur mörkum á 20 mínútna kafla.

Johan Larsson, Kamil Wilczek og Teemu Pukki sáu um markaskorun og styrkir liðið því stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem það hefur þriggja stiga forskot á Midtjylland. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða; heimsækir Kjartan Henry Finnbogason og félaga í Horsens á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×