Íslenski boltinn

Hilmar Árni með þremur mörkum fleira en Andri Rúnar á sama tíma í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson fagnar einu af þrettán mörkum sínum í sumar.
Hilmar Árni Halldórsson fagnar einu af þrettán mörkum sínum í sumar. vísir/bára
Enginn þeirra sem eiga markametið í efstu deild karla í fótbolta voru búnir að skora meira en Hilmar Árni Halldórsson eftir tólf spilaða leiki og þrír af þeim skoruðu færri mörk í fyrstu tólf leikjum sínum.

Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur skorað 13 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum í Pepsi-deild karla og vantar því „bara“ sex mörk til viðbótar til að jafna markametið.

Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í fyrra þegar hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík. Þá hafði enginn skorað svona mörk í 20 ár eða síðan að Tryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997.

Hilmar Árni er búinn að skora þremur mörkum meira í sumar en Andri Rúnar var búinn að skora á sama tíma í fyrra. Það er því ekkert skrýtið að menn fari að velta fyrir sér möguleikum Hilmars á að bæta eða slá metið.

Hilmar Árni var á undan öllum fimm í tíu mörkin og hann skoraði einnig meira en þeir í fyrstu sex leikjunum.

Hilmar Árni er nú með 13 mörk í fyrstu 12 leikjunum eða jafnmörg mörk og þeir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason gerðu þegar þeir settu (Pétur 1978) og jöfnuðu (Guðmundur 1986) markametið.

Málið er bara að Hilmar Árni á eftir mögulega að spila tíu leiki en Pétur átti þá „bara“ fimm leiki eftir og Guðmundur sex.

Hilmar Árni er aftur á móti á undan þeim Þórði Guðjónssyni (11 mörk) og Andra Rúnari Bjarnasyni (10 mörk) og þá er hann langt á undan Tryggva Guðmundssyni sem skoraði  „bara“ 8 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum sumarið 1997.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð á markaskori Hilmars Árna og markametshafanna fimm eftir sex, níu og tólf leiki.

Samanburður á Hilmari Árna og markametsmönnunum fjórum:

... Eftir 12 spilaða leiki

Pétur Pétursson, 1978 - 13 mörk

Guðmundur Torfason, 1986 - 13 mörk

Hilmar Árni Halldórsson, 2018 - 13 mörk

Þórður Guðjónsson, 1993 - 11 mörk

Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 10 mörk

Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 8 mörk

... Eftir 9 spilaða  leiki

Hilmar Árni Halldórsson, 2018 - 10 mörk

Guðmundur Torfason, 1986 - 9 mörk

Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 9 mörk

Pétur Pétursson, 1978 - 7 mörk

Þórður Guðjónsson, 1993 - 6 mörk

Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 6 mörk

... Eftir 6 spilaða  leiki

Hilmar Árni Halldórsson, 2018 - 7 mörk

Guðmundur Torfason, 1986 - 6 mörk

Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 6 mörk

Þórður Guðjónsson, 1993 - 5 mörk

Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 5 mörk

Pétur Pétursson, 1978 - 4 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×