Enski boltinn

Segir Evrópudeildina einu leið Arsenal í Meistaradeildina

Það mæðir mikið á þessum þessa dagana en Wenger tekur út bann og þarf því að horfa á næstu leiki úr stúkunni.
Það mæðir mikið á þessum þessa dagana en Wenger tekur út bann og þarf því að horfa á næstu leiki úr stúkunni. Vísir/Getty
Martin Keown, miðvörðurinn sem lék um árabil með Arsenal og enska landsliðinu, telur það nánast ómögulegt fyrir liðið að komast inn í Meistaradeild Evrópu nema þeim takist að vinna Evrópudeildina.

Arsenal féll óvænt úr leik gegn Nottingham Forest í enska bikarnum í dag en Skytturnar eru í 6. sæti, fimm stigum á eftir Liverpool í baráttunni um að komast í eitt af efstu fjórum sætunum.

Arsenal hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum í deildinni og óvissa er um framhaldið hjá skærustu stjörnum liðsins, Mesut Özil og Alexis Sanchez.

„Ég sé þá ekki komast í eitt af fjórum efstu sætunum, þeir þurfa sennilega að fara sömu leið og Manchester United í fyrra og reyna að vinna Evrópudeildina. Það verður mjög erfitt fyrir þá að ná Liverpool og þeir þurfa líka að komast yfir Tottenham,“ sagði Keown og bætti við:

„Arsenal hefur einblínt á Evrópudeildina á þessu tímabili enda er það líklegasta leið liðsins til titils, sérstaklega þegar FA-bikarinn er úr sögunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×