Lífsins ferðalag Eymundur L. Eymundsson skrifar 7. janúar 2018 13:31 Lífið byrjar sem ferðalag þegar við fæðumst. Verkefni lífsins eru margbreytileg og það sem við vissum ekki áður vitum við í dag. Ég er að tala um geðraskanir þar sem fólk var áður lokað inni og skömm aðstandenda sem og samfélagsins mikil. Fólk taldi Hörð Torfa vera með geðröskun vegna þess að hann viðurkenndi sína samkynhneigð og varð hann að flýja land út af dómhörku. Í dag er sjálfsagt að samkynhneigt fólk komi út úr skápnum til að vera þau sjálf. Umfjöllun fjölmiðla eins og fyrir Gaypride hefur aldrei verið meiri og sjálfsögð. Sem betur fer hefur það verið að gerast á undanförnum árum með aukinni þekkingu að fólk sem glímir við geðraskanir hefur komið út úr sínum skáp til að gefa öðrum von með að leita sér hjálpar. Við verðum nefnilega að læra af fortíðinni og gera fólki auðveldara fyrir að leita sér hjálpar. Fjölmiðlar gegna miklu hlutverki með því að segja meira frá því góða sem er gert og hjálpa til við byggja upp samfélag fyrir alla óháð stöðu og stétt enda fara geðraskanir ekki í manngreiningarálit og ýmis úrræði fyrir fullorðið fólk í boði.Aðstandendur og börnAðstandendur sem eiga börn mega ekki loka á ef barnið þeirra á erfitt andlega með að takast á við lífið. Nauðsynlegt er að mennta- og menningarmálaráðherra geri meira til að auka við þjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég tel að hægt sé að gera enn betur í lífsleikni til að takast á við andlega vanlíðan barna og ungmenna. Það er ekki auðvelt fyrir aðstandendur að viðurkenna að barnið þeirra eigi erfitt andlega en hvað myndu þau gera ef þau glímdu við krabbamein? Sem samfélag getum gert betur til að hjálpa aðstandendum og þau viti af stuðningi eins og við gerum með líkamleg veikindi enda hausinn hluti af líkamanun síðast þegar ég vissi. Mikilvægt að aðstandendur og skóli hlusti á barnið og reyni að finna leiðir sem hjálpar barninu. Barnið þarf að finna fyrir því að þau geti treyst og þeim sé óhætt að tala um sína vanlíðan. Samfélagið skapar um leið verðmæti sem skilar sér í auknum lífsgæðum til framtíðar. Ég er að skrifa þetta þar sem ég veit hvað geðraskanir rændu miklu sem hægt væri að koma í veg fyrir í dag ef ég væri í grunnskóla. Það hefði hjálpað mér mikið ef ég hefði fengið fræðslu frá fólki sem hefði reynslu af geðröskunum og ég þannig séð að þetta er ekki manni sjálfum að kenna. Það hefði breytt miklu fyrir mig að sjá vonina um að hægt væri að eignast gott líf. Það er auður í fólki sem hefur gengið dimman dal sem nýtir sína reynslu til góðs í dag. Reynsla sem fæst ekki í bókum en með fagmönnum. Saman getum við hjálpað til við að skapa verðmæti.Aðeins um mínar geðraskanir Ég hef glímt við geðraskanir mest allt mitt líf án þess vita hvað kvíði, félagsfælni eða þunglyndi var. Ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára aldurs. Byrjaði að finna fyrir kvíða þegar ég byrjaði í grunnskóla sem þróaðist í félagsfælni og um 12 ára aldur var ég farinn að kvíða hverjum degi og byrgði mína vanlíðan. Ég fékk vonina árið 2005 orðinn 38 ára gamall þegar ég var í verkjameðferð á Kristnesi í Eyjarfirði eftir mína aðra mjaðmaliðaskiptingu. Verkjameðferðin varð til þess að ég hef eignast betra líf því þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Eftir þessa fræðslu fékk ég bæklinga um þessar geðraskanir og það var eins og ég væri að lesa um mig frá a-ö. Þar sá ég í fyrsta skipti hvað hafði stjórnað minni vanlíðan síðan ég var barn, þetta var ekki mér að kenna eða einhverjum örðum heldur voru aðrar ástæður og það var von um að eignast lífsgæði sem ég hafði þráð síðan ég var barn. En til þess þurfti ég að vera opinn og hreinskilinn um mína líðan til að geta tekist á við sjálfan mig og lífið. Í dag hef ég útskrifast úr 3 skólum em ég entist aðeins í 2 mánuði í framhaldsskóla. Ég er einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið að bættri líðan og lífsgæðum. Ég hef farið í fjölda viðtala og skrifað greinar til að hjálpa til við að opna umræðuna, auka þekking og gefa von. Ég hef verið með geðfræðslu í skólum, málþingum og út í samfélaginu. Ég er þakklátur að hafa eignast lífsgæði og þó að verkir eða síþreyta hrjái mig get ég allavega deilt minni reynslu til góðs og horft fram á við.Sjá einnig:Allt þetta myrkur var ekki til einskisFælni stjórnaði honum í 38 árSálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfiðHöfundur er ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Lífið byrjar sem ferðalag þegar við fæðumst. Verkefni lífsins eru margbreytileg og það sem við vissum ekki áður vitum við í dag. Ég er að tala um geðraskanir þar sem fólk var áður lokað inni og skömm aðstandenda sem og samfélagsins mikil. Fólk taldi Hörð Torfa vera með geðröskun vegna þess að hann viðurkenndi sína samkynhneigð og varð hann að flýja land út af dómhörku. Í dag er sjálfsagt að samkynhneigt fólk komi út úr skápnum til að vera þau sjálf. Umfjöllun fjölmiðla eins og fyrir Gaypride hefur aldrei verið meiri og sjálfsögð. Sem betur fer hefur það verið að gerast á undanförnum árum með aukinni þekkingu að fólk sem glímir við geðraskanir hefur komið út úr sínum skáp til að gefa öðrum von með að leita sér hjálpar. Við verðum nefnilega að læra af fortíðinni og gera fólki auðveldara fyrir að leita sér hjálpar. Fjölmiðlar gegna miklu hlutverki með því að segja meira frá því góða sem er gert og hjálpa til við byggja upp samfélag fyrir alla óháð stöðu og stétt enda fara geðraskanir ekki í manngreiningarálit og ýmis úrræði fyrir fullorðið fólk í boði.Aðstandendur og börnAðstandendur sem eiga börn mega ekki loka á ef barnið þeirra á erfitt andlega með að takast á við lífið. Nauðsynlegt er að mennta- og menningarmálaráðherra geri meira til að auka við þjónustu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég tel að hægt sé að gera enn betur í lífsleikni til að takast á við andlega vanlíðan barna og ungmenna. Það er ekki auðvelt fyrir aðstandendur að viðurkenna að barnið þeirra eigi erfitt andlega en hvað myndu þau gera ef þau glímdu við krabbamein? Sem samfélag getum gert betur til að hjálpa aðstandendum og þau viti af stuðningi eins og við gerum með líkamleg veikindi enda hausinn hluti af líkamanun síðast þegar ég vissi. Mikilvægt að aðstandendur og skóli hlusti á barnið og reyni að finna leiðir sem hjálpar barninu. Barnið þarf að finna fyrir því að þau geti treyst og þeim sé óhætt að tala um sína vanlíðan. Samfélagið skapar um leið verðmæti sem skilar sér í auknum lífsgæðum til framtíðar. Ég er að skrifa þetta þar sem ég veit hvað geðraskanir rændu miklu sem hægt væri að koma í veg fyrir í dag ef ég væri í grunnskóla. Það hefði hjálpað mér mikið ef ég hefði fengið fræðslu frá fólki sem hefði reynslu af geðröskunum og ég þannig séð að þetta er ekki manni sjálfum að kenna. Það hefði breytt miklu fyrir mig að sjá vonina um að hægt væri að eignast gott líf. Það er auður í fólki sem hefur gengið dimman dal sem nýtir sína reynslu til góðs í dag. Reynsla sem fæst ekki í bókum en með fagmönnum. Saman getum við hjálpað til við að skapa verðmæti.Aðeins um mínar geðraskanir Ég hef glímt við geðraskanir mest allt mitt líf án þess vita hvað kvíði, félagsfælni eða þunglyndi var. Ég var með sjálfsvígshugsanir nær daglega frá 12 til 38 ára aldurs. Byrjaði að finna fyrir kvíða þegar ég byrjaði í grunnskóla sem þróaðist í félagsfælni og um 12 ára aldur var ég farinn að kvíða hverjum degi og byrgði mína vanlíðan. Ég fékk vonina árið 2005 orðinn 38 ára gamall þegar ég var í verkjameðferð á Kristnesi í Eyjarfirði eftir mína aðra mjaðmaliðaskiptingu. Verkjameðferðin varð til þess að ég hef eignast betra líf því þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Eftir þessa fræðslu fékk ég bæklinga um þessar geðraskanir og það var eins og ég væri að lesa um mig frá a-ö. Þar sá ég í fyrsta skipti hvað hafði stjórnað minni vanlíðan síðan ég var barn, þetta var ekki mér að kenna eða einhverjum örðum heldur voru aðrar ástæður og það var von um að eignast lífsgæði sem ég hafði þráð síðan ég var barn. En til þess þurfti ég að vera opinn og hreinskilinn um mína líðan til að geta tekist á við sjálfan mig og lífið. Í dag hef ég útskrifast úr 3 skólum em ég entist aðeins í 2 mánuði í framhaldsskóla. Ég er einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið að bættri líðan og lífsgæðum. Ég hef farið í fjölda viðtala og skrifað greinar til að hjálpa til við að opna umræðuna, auka þekking og gefa von. Ég hef verið með geðfræðslu í skólum, málþingum og út í samfélaginu. Ég er þakklátur að hafa eignast lífsgæði og þó að verkir eða síþreyta hrjái mig get ég allavega deilt minni reynslu til góðs og horft fram á við.Sjá einnig:Allt þetta myrkur var ekki til einskisFælni stjórnaði honum í 38 árSálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfiðHöfundur er ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun