Að vera kóngur í einn dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Hreimur kveðst vera með minnstu aldurskomplexa í heimi. Fréttablaðið/Ernir Þjóðin þekkir hann sem Hreim í Landi og sonum, og þó minna heyrist frá honum en fyrir nokkrum árum þá kveðst hann hafa nóg fyrir stafni. „Ég er mikið bókaður í prívatpartí og spila og syng fyrir fyrirtæki úti um allt. Ég hef líka verið með pub-quiz sem ég bjó til fyrir fyrirtæki og hópa og er gamaldags spurningakeppni. Hef verið með allt frá tíu manna hóp upp í fjögur hundruð í slíkum keppnum.“ Þetta er samt aukavinnan hans Hreims. Hann vinnur líka í fyrirtækinu Hr. Jón sem flytur inn hár- og skeggvörur, Warta rafhlöður, Russell Hobbs heimilistæki og George Foreman heilsugrill. „Það er dagvinnan mín,“ segir hann og kveðst eiga fyrirtækið með Jóni Guðmundssyni, bassaleikara úr hljómsveitunum Landi og sonum og Made in sveitin. „Saman myndum við Hr. Jón,“ bætir hann við til útskýringar. Stóra spurningin er: Ætlar hann að halda upp á afmælisdaginn? „Upphaflega ætluðu Land og synir að efna til tónleika í dag en hljómborðsleikarinn, Njáll Þórðarson, féll frá fyrir viku, eftir erfið veikindi, svo að af þeim verður ekki. Við syrgjum hann en verðum að halda áfram lífinu. Ég var með veislu í gærkveldi (föstudag) fyrir fjölskyldu og vini en afmælið er á morgun, sunnudag, og ég ætla að vera kóngur í einn dag. Byrja á að sofa pínu út, fá mér svo eitthvað gott að borða, fara kannski í smá hlaup, einhverja sjö, átta kílómetra, og taka síðan á móti gestum og gangandi, alveg slakur og að sjálfsögðu í faðmi fjölskyldunnar þar sem mér líður best.“ Konan Hreims er Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. „Við Þorbjörg erum búin að vera gift í ellefu ár í dag, þægilegt fyrir mig að muna brúðkaupsafmælið, það er degi fyrir afmælið mitt,“ segir hann glaðlega. „Við eigum þrjú börn, eina stelpu sem er að fermast á næsta ári og er brjáluð út í pabba sinn fyrir að vera ekki búinn að bóka sal fyrir veisluna. (Ég geri stundum grín að því að ég eigi ekki eiginkonu og dóttur, heldur tvær eiginkonur sem eru harðar í horn að taka!) Svo eru tveir strákar, sá eldri er fæddur 2008 og hinn verður fjögurra ára í haust. Það er líf og fjör í kringum mig og ég nýt hvers dags. Er með minnstu aldurskomplexa í heimi og reyni ekki að fresta neinu. Ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá geri ég það. Er afskaplega hvatvís en á góða að sem stoppa mig ef ég er á leið í einhverja vitleysu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þjóðin þekkir hann sem Hreim í Landi og sonum, og þó minna heyrist frá honum en fyrir nokkrum árum þá kveðst hann hafa nóg fyrir stafni. „Ég er mikið bókaður í prívatpartí og spila og syng fyrir fyrirtæki úti um allt. Ég hef líka verið með pub-quiz sem ég bjó til fyrir fyrirtæki og hópa og er gamaldags spurningakeppni. Hef verið með allt frá tíu manna hóp upp í fjögur hundruð í slíkum keppnum.“ Þetta er samt aukavinnan hans Hreims. Hann vinnur líka í fyrirtækinu Hr. Jón sem flytur inn hár- og skeggvörur, Warta rafhlöður, Russell Hobbs heimilistæki og George Foreman heilsugrill. „Það er dagvinnan mín,“ segir hann og kveðst eiga fyrirtækið með Jóni Guðmundssyni, bassaleikara úr hljómsveitunum Landi og sonum og Made in sveitin. „Saman myndum við Hr. Jón,“ bætir hann við til útskýringar. Stóra spurningin er: Ætlar hann að halda upp á afmælisdaginn? „Upphaflega ætluðu Land og synir að efna til tónleika í dag en hljómborðsleikarinn, Njáll Þórðarson, féll frá fyrir viku, eftir erfið veikindi, svo að af þeim verður ekki. Við syrgjum hann en verðum að halda áfram lífinu. Ég var með veislu í gærkveldi (föstudag) fyrir fjölskyldu og vini en afmælið er á morgun, sunnudag, og ég ætla að vera kóngur í einn dag. Byrja á að sofa pínu út, fá mér svo eitthvað gott að borða, fara kannski í smá hlaup, einhverja sjö, átta kílómetra, og taka síðan á móti gestum og gangandi, alveg slakur og að sjálfsögðu í faðmi fjölskyldunnar þar sem mér líður best.“ Konan Hreims er Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. „Við Þorbjörg erum búin að vera gift í ellefu ár í dag, þægilegt fyrir mig að muna brúðkaupsafmælið, það er degi fyrir afmælið mitt,“ segir hann glaðlega. „Við eigum þrjú börn, eina stelpu sem er að fermast á næsta ári og er brjáluð út í pabba sinn fyrir að vera ekki búinn að bóka sal fyrir veisluna. (Ég geri stundum grín að því að ég eigi ekki eiginkonu og dóttur, heldur tvær eiginkonur sem eru harðar í horn að taka!) Svo eru tveir strákar, sá eldri er fæddur 2008 og hinn verður fjögurra ára í haust. Það er líf og fjör í kringum mig og ég nýt hvers dags. Er með minnstu aldurskomplexa í heimi og reyni ekki að fresta neinu. Ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá geri ég það. Er afskaplega hvatvís en á góða að sem stoppa mig ef ég er á leið í einhverja vitleysu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira