Gat ekki skoðað myndirnar í heilt ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. mars 2018 09:00 Hildur Björnsdóttir opnaði um helgina sýningu á ljósmyndum sínum frá ferðalögum um Asíu. Mynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir Hildur Björnsdóttir myndlistarkona opnaði um síðustu helgi ljósmyndasýninguna Fjölþing í Menningarhúsinu Gerðubergi. Sýningin er opin til 4. júní en þar sýnir hún ljósmyndir og innsetningar frá ferðum sínum um Asíu. Hún er lærður myndlistarmaður og sjálflærður ljósmyndari en hún segir að ferðalagið um Asíu og baráttan við krabbamein hafi haft mikil áhrif á hana sem listakonu. Hildur er búsett í Noregi og hefur á á undanförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúarbrögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Indlandi og Tælandi. Á ferðalaginu tók hún ljósmyndir ásamt því að skrifa og skissa í dagbókina sína. „Þarna býð ég gestum með í ferðalag um Asíu, ferðalög sem ég hef farið í síðustu sjö eða átta ár.“Fóru aldrei í Interrail ferðalag Hún fór ekki af stað í þessi ferðalög til þess að taka myndir fyrir ljósmyndasýningu. Hildur ferðaðist með manninum sínum og voru þau í fyrstu ferðinni að láta langþráðan ferðadraum rætast. Þau völdu þessa staði þar sem þeir eru ólíkir þeirra eigin menningarheimi. „Við urðum foreldrar mjög ung og náðum aldrei að fara í Interrail ferðina svo við gerðum það þegar við vorum fimmtug. Í fyrstu ferðinni vorum við í tvo mánuði. Við upplifðum það eins og við hefðum verið í hálft ár í burtu því það er svo margt sem maður upplifir.“ Síðustu ár hafa þau farið margar ferðir í viðbót til Asíu og dvalið þar í tvær til þrjár vikur í hvert skipti. Hildur vonar að sýningin veki upp spurningar hjá gestum, eins og varðandi hvernig það mætir framandi menningu. Einnig varðandi réttlæti, hamingju og ýmislegt annað. „Það sem kom mér mest á óvart var erfiðasta ferðalagið, þegar við fórum til Tíbet. Þá tókum við lestina frá Peking yfir túndruna yfir til Lhasa sem tekur 48 tíma. Þá er líka svo mikill hæðarmunur.“Eins og að fara í tímavél Hildur og eiginmaður hennar voru orðin fimmtug þegar þau byrjuðu að ferðast á þessu svæði en ákváðu samt að ferðast ekki á fyrsta farrými þó að þau hefðu ráð á því, eða velja bestu gistinguna sem var í boði á hverjum stað. „Mér hefur alltaf fundist mjög mikilvægt að kynnast framandi menningu sem mest innan frá og á þeirra eigin forsendum. Við höfum verið að hluta til á eigin vegum og að hluta til með ferðaskrifstofu sem að sérhæfir sig í að hafa litla hópa, maður býr þá oft hjá fólkinu sem býr þar í landi til að kynnast menningunni sem mest með sem minnstum „filter“ ef svo má að orði komast.“ Í lestinni yfir til Tíbet voru hjónin á almennu farrými. Á leiðinni komst Hildur að því að það væri eitt farrými í lestinni sem væri bara fyrir heimamenn og ákvað hún að skoða það. Henni brá mikið þegar hún kom inn í þann lestarvagn. „Það sem kom mér mest á óvart var að það að fara inn í þennan lestarvagn var eins og að fara inn í tímavél. Maður hoppaði marga áratugi til baka í tímann. Það var ekkert þarna sem bar merki um nútímann nema sú staðreynd að við vorum í lest.“ Hildur segir að allir farþegarnir hafi verið í heimasaumuðum fötum. Þarna hafi allir farþegarnir verið með lús og það hafi verið mjög sjáanlegt. Í vagninum teiknaði Hildur í teikniblokk og sýndu börnin teikningunum mikinn áhuga. Fólkið í vagninum var með nesti fyrir þessa ferð en það voru ekki samlokur eða tilbúnir djúsar. „Þarna var ekkert sem var keypt í búð, þau voru með strigapoka og tóku upp úr honum stórt kjötbein sem þau nöguðu.“Fangabúðirnar voru sterkasta upplifunin Ljósmyndir Hildar eru prentaðar beint á burstaðar álplötur og hið fallega samspil dagsbirtu og ljóskastara skapar áhrifaríka þrívíddartilfinningu. Hildur vinnur jafnframt með innsetningar þar sem hún teflir saman teikningum, letri, landakortum og veraldlegum hlutum sem hún sankaði að sér á ferðum sínum. Margar myndanna voru teknar í fangabúðum og höfðu þær mjög mikil áhrif á Hildi. „Sterkasta upplifunin var þegar ég fór til Kambódíu og heimsótti fangabúðirnar S-21. Rauðu kmerarnir komu og útrýmdu næstum heilli þjóð þarna í Kambódíu 1975 til 1979. Þetta var upprunalega skóli sem þeir gerðu að fangabúðum og pyntingarbúðum.“Mynd/Hildur BjörnsdóttirHildur segir að byggingin sé nú mannlaus en henni hefur verið haldið í sömu mynd. „Það voru storknaðir blóðpollar á gólfinu og þú sást alveg fingraförin þar sem fólk hafði klórað í veggina. Þeir sem gerðu þetta tóku myndir af fórnarlömbunum og það var sett á vegg. Á sumum var númer yfir þeim eins og fangar. Svo voru þar pyntingarbekkir þar sem fólk var hlekkjað.“ Hún segir að þetta hafi verið jafn sterk upplifun og að heimsækja Auswitch. Angelina Jolie leikstýrði kvikmyndinni First They Killed My Father um Rauðu kmerarana. „Þegar ég kom þarna inn fannst mér eins og veggirnir töluðu við mig um þjáningarnar og allt sem hafði farið þarna fram. Þetta var mjög sterkt og á sama tíma kom upp mikil þrá hjá mér um að miðla þessu áfram, það er svo mikilvægt að gleyma þessu ekki. Þess vegna tók ég fullt af myndum án þess að vita hvort ég ætti eftir að nýta þær eitthvað.“Fer núna dýpra í verkefnin Hildur fékk leyfi fyrir myndatökum og notkun á myndunum í verk. Hún treysti sér þó ekki til að skoða þær strax eftir að hún kom heim úr ferðalaginu. „Ég gat ekki horft á ljósmyndirnar sem ég tók á þessum stað, í minnsta kosti ár á eftir. Tilfinningin var svo sterk.“ Á meðan málaði Hildur listaverk og vann einnig mikið með grafík. Lokaútkoman á ljósmyndunum frá Asíu í verkunum á sýningunni gaf Hildi smá frið í hjartanu. „Eftir þessa reynslu hef ég líka farið miklu dýpra í verkefni síðustu ár, líka eftir eigin reynslu af því að hafa gengið í gegnum erfið veikindi sjálf en komist yfir það. Þá fer maður að hugsa um það hvar maður er staddur í lífinu og hvað er mikils virði í lífinu. Þá reynslu hef ég nýtt mér.“Mynd/Hildur BjörnsdóttirListin hjálpaði í veikindunum Hildur var greind með brjóstakrabbamein árið 2011, skömmu eftir að hún kom heim úr sínu tveggja mánaða ferðalagi um Asíu. „Það var ekkert að mér, ég var ekkert veik, ég var ekkert búin að uppgötva sjálf. Ég fann enga breytingu á mér en svo sá ég í spegli að það var breyting á öðru brjóstinu.“ Krabbameinið var á fyrsta stigi þegar það greindist, sem Hildur segir að sé heppni. Brjóstið var tekið og fylgdi svo erfið krabbameinsmeðferð í kjölfar aðgerðarinnar. „Ég missti nokkur ár úr lífi mínu finnst mér, því maður er svo lengi að jafna sig.“ Hildur notaði listina mikið í bataferlinu og segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið. „Þegar mér leið sem verst og gat ekki sofið þá fór ég í stúdíóið mitt og málaði alla nóttina.“ Til þess að vinna úr tilfinningum sínum í tengslum við verkefni notar Hildur bæði hugleiðslu og jóga. „Það hjálpar mér mikið.“ Hildur ætlaði alltaf að verða listakona, alveg frá því hún var barn, svo ekkert annað kom til greina. Hún hefur einnig starfað við kennslu, meðal annars kennt nemendum í myndlistakennaranámi. Hildur býr í Noregi ásamt eiginmanni sínum en þrjú börn þeirra búa þar einnig ásamt fjölskyldum. Hildur kynntist eiginmanni sínum fyrir 40 árum síðan og er hún ánægð með að þau hafi farið saman í ferðalögin um Asíu. „Það gerði okkur nánari ef eitthvað er.“Sýning Hildar er sölusýning og verður opin fram á sumar.AðsentBambusstúlkan í uppáhaldi Hildur flutti með eiginmanni sínum og börnum til Noregs árið 1987. Hildur hefur í gegnum tíðina haldið fjölda sýninga bæði hér á landi og í Noregi. Það sem er í mestu uppáhaldi hjá Hildi á þessari sýningu er Bamboo Girl en tvær útgáfur eru af henni á sýningunni. „Hún er á álplötu og svo lét ég líka stækka hana á efni. Þetta er stúlka sem ég hitti úti í skógi í Kambódíu og ég horfði í augun á henni og við spegluðum hvor aðra í gegnum augun. Ég settist hjá henni en við gátum ekki talað saman. Það myndaðist samt sterkt samband og það virkaði eins og hún treysti mér alveg. Mér fannst hún segja svo mikið með andliti sínu.“ Hildur fékk leyfi foreldra stúlkunnar til þess að fá að taka af henni mynd, en hún veit hvorki nafn hennar né aldur. Hún segist þó oft hugsa til hennar. „Það var bambus alls staðar í kringum hana og svo fór ég líka í kofa þar sem var svona speglamynd af bambus í þaki og tók mynd af því og svo af bambus.“ Hún fléttaði umhverfið inn á myndina af stúlkunni og útkoman var mynd sem er bæði svarthvít og í lit.Bamboo GirlMynd/Hildur BjörnsdóttirFleiri möguleikar í NoregiSýning Hildar er opin alla virka daga en í kvöld, 21. mars, tekur hún þátt í heimsspekikaffi í Gerðubergi. Fyrir það verður hún með listamannaspjall og leiðsögn um sýninguna. Hildur er búsett ásamt fjölskyldu sinni í Noregi en hún verður aftur með listamannaspjall í Gerðubergi þann 5. maí næstkomandi. Hún stefnir ekki á að flytja til Íslands, allavega ekki á næstunni. „Ég hugsaði mikið um það áður en ekki svo mikið lengur. Ég útiloka samt ekki neitt en mér fyndist mjög skrítið að flytja frá börnunum og barnabörnunum. Okkur líður mjög vel þarna.“ Hún segir að allir á Íslandi haldi margir að það sé auðveldara að lifa af listinni í Noregi en að það sé ekki þannig, grasið sé ekki alltaf grænna hinu megin. „Það er á margan hátt öðruvísi. Það er hörð samkeppni alls staðar. Noregur er stærra land með fleiri möguleikum en að sama skapi margir sem sækja um og listamenn þurfa að vinna hörðum höndum að sækja um styrki, fá tækifæri og sýningarmöguleika. Það er oft sambland af heppni, tilviljun og þrautseigju. Varðandi gallerí eru fleiri möguleikar að koma verkum í sölu og þá aðallega grafík.“ Innblástur Hildar kemur þó mest frá Íslandi og frá fallegu náttúrunni hér á landi. „Það verður bara sterkara og sterkara því eldri sem ég verð. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hildur Björnsdóttir myndlistarkona opnaði um síðustu helgi ljósmyndasýninguna Fjölþing í Menningarhúsinu Gerðubergi. Sýningin er opin til 4. júní en þar sýnir hún ljósmyndir og innsetningar frá ferðum sínum um Asíu. Hún er lærður myndlistarmaður og sjálflærður ljósmyndari en hún segir að ferðalagið um Asíu og baráttan við krabbamein hafi haft mikil áhrif á hana sem listakonu. Hildur er búsett í Noregi og hefur á á undanförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúarbrögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Indlandi og Tælandi. Á ferðalaginu tók hún ljósmyndir ásamt því að skrifa og skissa í dagbókina sína. „Þarna býð ég gestum með í ferðalag um Asíu, ferðalög sem ég hef farið í síðustu sjö eða átta ár.“Fóru aldrei í Interrail ferðalag Hún fór ekki af stað í þessi ferðalög til þess að taka myndir fyrir ljósmyndasýningu. Hildur ferðaðist með manninum sínum og voru þau í fyrstu ferðinni að láta langþráðan ferðadraum rætast. Þau völdu þessa staði þar sem þeir eru ólíkir þeirra eigin menningarheimi. „Við urðum foreldrar mjög ung og náðum aldrei að fara í Interrail ferðina svo við gerðum það þegar við vorum fimmtug. Í fyrstu ferðinni vorum við í tvo mánuði. Við upplifðum það eins og við hefðum verið í hálft ár í burtu því það er svo margt sem maður upplifir.“ Síðustu ár hafa þau farið margar ferðir í viðbót til Asíu og dvalið þar í tvær til þrjár vikur í hvert skipti. Hildur vonar að sýningin veki upp spurningar hjá gestum, eins og varðandi hvernig það mætir framandi menningu. Einnig varðandi réttlæti, hamingju og ýmislegt annað. „Það sem kom mér mest á óvart var erfiðasta ferðalagið, þegar við fórum til Tíbet. Þá tókum við lestina frá Peking yfir túndruna yfir til Lhasa sem tekur 48 tíma. Þá er líka svo mikill hæðarmunur.“Eins og að fara í tímavél Hildur og eiginmaður hennar voru orðin fimmtug þegar þau byrjuðu að ferðast á þessu svæði en ákváðu samt að ferðast ekki á fyrsta farrými þó að þau hefðu ráð á því, eða velja bestu gistinguna sem var í boði á hverjum stað. „Mér hefur alltaf fundist mjög mikilvægt að kynnast framandi menningu sem mest innan frá og á þeirra eigin forsendum. Við höfum verið að hluta til á eigin vegum og að hluta til með ferðaskrifstofu sem að sérhæfir sig í að hafa litla hópa, maður býr þá oft hjá fólkinu sem býr þar í landi til að kynnast menningunni sem mest með sem minnstum „filter“ ef svo má að orði komast.“ Í lestinni yfir til Tíbet voru hjónin á almennu farrými. Á leiðinni komst Hildur að því að það væri eitt farrými í lestinni sem væri bara fyrir heimamenn og ákvað hún að skoða það. Henni brá mikið þegar hún kom inn í þann lestarvagn. „Það sem kom mér mest á óvart var að það að fara inn í þennan lestarvagn var eins og að fara inn í tímavél. Maður hoppaði marga áratugi til baka í tímann. Það var ekkert þarna sem bar merki um nútímann nema sú staðreynd að við vorum í lest.“ Hildur segir að allir farþegarnir hafi verið í heimasaumuðum fötum. Þarna hafi allir farþegarnir verið með lús og það hafi verið mjög sjáanlegt. Í vagninum teiknaði Hildur í teikniblokk og sýndu börnin teikningunum mikinn áhuga. Fólkið í vagninum var með nesti fyrir þessa ferð en það voru ekki samlokur eða tilbúnir djúsar. „Þarna var ekkert sem var keypt í búð, þau voru með strigapoka og tóku upp úr honum stórt kjötbein sem þau nöguðu.“Fangabúðirnar voru sterkasta upplifunin Ljósmyndir Hildar eru prentaðar beint á burstaðar álplötur og hið fallega samspil dagsbirtu og ljóskastara skapar áhrifaríka þrívíddartilfinningu. Hildur vinnur jafnframt með innsetningar þar sem hún teflir saman teikningum, letri, landakortum og veraldlegum hlutum sem hún sankaði að sér á ferðum sínum. Margar myndanna voru teknar í fangabúðum og höfðu þær mjög mikil áhrif á Hildi. „Sterkasta upplifunin var þegar ég fór til Kambódíu og heimsótti fangabúðirnar S-21. Rauðu kmerarnir komu og útrýmdu næstum heilli þjóð þarna í Kambódíu 1975 til 1979. Þetta var upprunalega skóli sem þeir gerðu að fangabúðum og pyntingarbúðum.“Mynd/Hildur BjörnsdóttirHildur segir að byggingin sé nú mannlaus en henni hefur verið haldið í sömu mynd. „Það voru storknaðir blóðpollar á gólfinu og þú sást alveg fingraförin þar sem fólk hafði klórað í veggina. Þeir sem gerðu þetta tóku myndir af fórnarlömbunum og það var sett á vegg. Á sumum var númer yfir þeim eins og fangar. Svo voru þar pyntingarbekkir þar sem fólk var hlekkjað.“ Hún segir að þetta hafi verið jafn sterk upplifun og að heimsækja Auswitch. Angelina Jolie leikstýrði kvikmyndinni First They Killed My Father um Rauðu kmerarana. „Þegar ég kom þarna inn fannst mér eins og veggirnir töluðu við mig um þjáningarnar og allt sem hafði farið þarna fram. Þetta var mjög sterkt og á sama tíma kom upp mikil þrá hjá mér um að miðla þessu áfram, það er svo mikilvægt að gleyma þessu ekki. Þess vegna tók ég fullt af myndum án þess að vita hvort ég ætti eftir að nýta þær eitthvað.“Fer núna dýpra í verkefnin Hildur fékk leyfi fyrir myndatökum og notkun á myndunum í verk. Hún treysti sér þó ekki til að skoða þær strax eftir að hún kom heim úr ferðalaginu. „Ég gat ekki horft á ljósmyndirnar sem ég tók á þessum stað, í minnsta kosti ár á eftir. Tilfinningin var svo sterk.“ Á meðan málaði Hildur listaverk og vann einnig mikið með grafík. Lokaútkoman á ljósmyndunum frá Asíu í verkunum á sýningunni gaf Hildi smá frið í hjartanu. „Eftir þessa reynslu hef ég líka farið miklu dýpra í verkefni síðustu ár, líka eftir eigin reynslu af því að hafa gengið í gegnum erfið veikindi sjálf en komist yfir það. Þá fer maður að hugsa um það hvar maður er staddur í lífinu og hvað er mikils virði í lífinu. Þá reynslu hef ég nýtt mér.“Mynd/Hildur BjörnsdóttirListin hjálpaði í veikindunum Hildur var greind með brjóstakrabbamein árið 2011, skömmu eftir að hún kom heim úr sínu tveggja mánaða ferðalagi um Asíu. „Það var ekkert að mér, ég var ekkert veik, ég var ekkert búin að uppgötva sjálf. Ég fann enga breytingu á mér en svo sá ég í spegli að það var breyting á öðru brjóstinu.“ Krabbameinið var á fyrsta stigi þegar það greindist, sem Hildur segir að sé heppni. Brjóstið var tekið og fylgdi svo erfið krabbameinsmeðferð í kjölfar aðgerðarinnar. „Ég missti nokkur ár úr lífi mínu finnst mér, því maður er svo lengi að jafna sig.“ Hildur notaði listina mikið í bataferlinu og segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið. „Þegar mér leið sem verst og gat ekki sofið þá fór ég í stúdíóið mitt og málaði alla nóttina.“ Til þess að vinna úr tilfinningum sínum í tengslum við verkefni notar Hildur bæði hugleiðslu og jóga. „Það hjálpar mér mikið.“ Hildur ætlaði alltaf að verða listakona, alveg frá því hún var barn, svo ekkert annað kom til greina. Hún hefur einnig starfað við kennslu, meðal annars kennt nemendum í myndlistakennaranámi. Hildur býr í Noregi ásamt eiginmanni sínum en þrjú börn þeirra búa þar einnig ásamt fjölskyldum. Hildur kynntist eiginmanni sínum fyrir 40 árum síðan og er hún ánægð með að þau hafi farið saman í ferðalögin um Asíu. „Það gerði okkur nánari ef eitthvað er.“Sýning Hildar er sölusýning og verður opin fram á sumar.AðsentBambusstúlkan í uppáhaldi Hildur flutti með eiginmanni sínum og börnum til Noregs árið 1987. Hildur hefur í gegnum tíðina haldið fjölda sýninga bæði hér á landi og í Noregi. Það sem er í mestu uppáhaldi hjá Hildi á þessari sýningu er Bamboo Girl en tvær útgáfur eru af henni á sýningunni. „Hún er á álplötu og svo lét ég líka stækka hana á efni. Þetta er stúlka sem ég hitti úti í skógi í Kambódíu og ég horfði í augun á henni og við spegluðum hvor aðra í gegnum augun. Ég settist hjá henni en við gátum ekki talað saman. Það myndaðist samt sterkt samband og það virkaði eins og hún treysti mér alveg. Mér fannst hún segja svo mikið með andliti sínu.“ Hildur fékk leyfi foreldra stúlkunnar til þess að fá að taka af henni mynd, en hún veit hvorki nafn hennar né aldur. Hún segist þó oft hugsa til hennar. „Það var bambus alls staðar í kringum hana og svo fór ég líka í kofa þar sem var svona speglamynd af bambus í þaki og tók mynd af því og svo af bambus.“ Hún fléttaði umhverfið inn á myndina af stúlkunni og útkoman var mynd sem er bæði svarthvít og í lit.Bamboo GirlMynd/Hildur BjörnsdóttirFleiri möguleikar í NoregiSýning Hildar er opin alla virka daga en í kvöld, 21. mars, tekur hún þátt í heimsspekikaffi í Gerðubergi. Fyrir það verður hún með listamannaspjall og leiðsögn um sýninguna. Hildur er búsett ásamt fjölskyldu sinni í Noregi en hún verður aftur með listamannaspjall í Gerðubergi þann 5. maí næstkomandi. Hún stefnir ekki á að flytja til Íslands, allavega ekki á næstunni. „Ég hugsaði mikið um það áður en ekki svo mikið lengur. Ég útiloka samt ekki neitt en mér fyndist mjög skrítið að flytja frá börnunum og barnabörnunum. Okkur líður mjög vel þarna.“ Hún segir að allir á Íslandi haldi margir að það sé auðveldara að lifa af listinni í Noregi en að það sé ekki þannig, grasið sé ekki alltaf grænna hinu megin. „Það er á margan hátt öðruvísi. Það er hörð samkeppni alls staðar. Noregur er stærra land með fleiri möguleikum en að sama skapi margir sem sækja um og listamenn þurfa að vinna hörðum höndum að sækja um styrki, fá tækifæri og sýningarmöguleika. Það er oft sambland af heppni, tilviljun og þrautseigju. Varðandi gallerí eru fleiri möguleikar að koma verkum í sölu og þá aðallega grafík.“ Innblástur Hildar kemur þó mest frá Íslandi og frá fallegu náttúrunni hér á landi. „Það verður bara sterkara og sterkara því eldri sem ég verð.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira