Innlent

Örlagavaldur sagnfræðinga

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þórunn segir það Birni Þorsteinssyni að þakka að hún sé sagnfræðingur.
Þórunn segir það Birni Þorsteinssyni að þakka að hún sé sagnfræðingur. Vísir/GVA
„Hann Björn var örlagavaldur okkar yngri sagnfræðinga margra og það er honum að þakka að ég er rithöfundur,“ segir Þórunn Valdimarsdóttir, ein þeirra sem heiðra minningu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings á svokallaðri Bjarnarmessu í dag í Veröld – húsi Vigdísar Finnbogadóttur. 

Þórunn kveðst hafa kynnst Birni sem kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð og síðar sem prófessor í Háskóla Íslands. Erindi sitt nefnir hún Bjössi besta buna, enda segir hún Björn hafa gjarnan gengið undir því nafni í MH og þar sé að sjálfsögðu vísað til þess að flestar ættartölur í fornsögunum enduðu á „Bjarnarsonar bunu“.

Margir aðrir þjóðþekktir fræðimenn heiðra minningu Björns með fjölbreyttum erindum.



Björn var brautryðjandi í nútímasagnfræði á Íslandi og um langt skeið einn fremsti fræðimaður á sínu sviði. Hann setti Íslandssöguna í alþjóðlegt samhengi og opnaði nýjar víddir. Var alla ævi kennari og óþreytandi að miðla þekkingu sinni til nemenda og almennings enda taldi hann brýnt að þjóðin þekkti fortíð sína

Það er Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélagið sem standa að samkomunni til heiðurs þessum ágæta fræðimanni í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu hans. Bjarnarmessa hefst klukkan 16.30 og stendur til 18.30 í fyrirlestrasal (023).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×