N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 11:15 Bensínstöð N1 við Ægissíðu er ekki ein af þeim bensínstöðvum sem lagt er til að verði seld. Vísir/Vilhelm N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins „Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu undir kaupsamning síðastliðið haust vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunann til rannsóknar undanfarna mánuði en bakslag kom í samrunann eftir að N1 ákvað í apríl að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans, skömmu áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitis var að vænta. Send var ný tilkynning til Samkeppniseftirlitsins um samrunnan og hefur N1 nú lagt fram tillögur til Samkeppniseftirlitsins sem eins og fyrr segir er ætlað að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið telur að stafað gætu af samrunanum.Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins óskar eftirlitið eftir því að fá sjónarmið hagsmunaðaðila á markaði vegna tillagna N1 og eru tillögur N1 einnig birtar á vefnum. Þar má sjá að N1 leggur til að selja frá sér bensínstöð rekin undir merkjum Dælunnar við Fellsmúla, bensínstöð rekin undir merki N1 við Hæðarsmára 8 og bensínstöð rekin undir merki N1 við Salaveg ásamt öllum réttindum sem N1 ræður yfir varðandi þær lóðir þar sem stöðvarnar eru á og allt það lausafé sem á þeim er og nauðsynlegt er til áframhaldandi rekstrar að frátöldum merkingum þar sem vörumerkið N1 kemur fyrir. Þá eru einnig lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði, svo sem að N1 verði skylt að þeim endurseljendum sem eftir því leita eldsneyti á viðskiptalegum grunni og að rekstur verslunar Kjarvals á Hellu verði seldur, svo dæmi séu tekin. Tengdar fréttir Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. 3. október 2017 09:45 Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins „Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu undir kaupsamning síðastliðið haust vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunann til rannsóknar undanfarna mánuði en bakslag kom í samrunann eftir að N1 ákvað í apríl að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans, skömmu áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitis var að vænta. Send var ný tilkynning til Samkeppniseftirlitsins um samrunnan og hefur N1 nú lagt fram tillögur til Samkeppniseftirlitsins sem eins og fyrr segir er ætlað að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið telur að stafað gætu af samrunanum.Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins óskar eftirlitið eftir því að fá sjónarmið hagsmunaðaðila á markaði vegna tillagna N1 og eru tillögur N1 einnig birtar á vefnum. Þar má sjá að N1 leggur til að selja frá sér bensínstöð rekin undir merkjum Dælunnar við Fellsmúla, bensínstöð rekin undir merki N1 við Hæðarsmára 8 og bensínstöð rekin undir merki N1 við Salaveg ásamt öllum réttindum sem N1 ræður yfir varðandi þær lóðir þar sem stöðvarnar eru á og allt það lausafé sem á þeim er og nauðsynlegt er til áframhaldandi rekstrar að frátöldum merkingum þar sem vörumerkið N1 kemur fyrir. Þá eru einnig lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði, svo sem að N1 verði skylt að þeim endurseljendum sem eftir því leita eldsneyti á viðskiptalegum grunni og að rekstur verslunar Kjarvals á Hellu verði seldur, svo dæmi séu tekin.
Tengdar fréttir Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. 3. október 2017 09:45 Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. 3. október 2017 09:45
Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00