Hópurinn segir að af gervihnattamyndum að dæma megi sjá að tvær nýjar byggingar hafa risið við kjarnorkuverið og áætlað er að kælikerfi undir plútóníum hafi verið uppfært.
Kim Jong-Un leiðtogi Norður Kóreu hefur heitið því að stefna að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eftir leiðtogafund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrr í mánuðinum.
Margir hafa gagnrýnt það að enginn ítarlegur kjarnorkuafvopnunarsáttmáli hafi verið undirritaður og segir Jenny Town, einn forsprakka 38 North, að uppbyggingin í yongbyun undirstriki nauðsyn þess.
Infrastructure improvements continue at Yongbyon; underscores reason why an actual deal is necessary, not just a statement of lofty goals. https://t.co/7e3HSYw16M
— Jenny Town (@j3nnyt0wn) June 27, 2018