Enski boltinn

Næsta Neville kynslóð farin að láta á sér kræla á Old Trafford

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neville bræður voru ansi sigursælir hjá Man Utd.
Neville bræður voru ansi sigursælir hjá Man Utd. vísir/getty
Harvey Neville hefur skrifað undir samning við enska stórveldið Manchester United. Harvey þessi er 16 ára gamall miðjumaður.

Hann er sonur Phil Neville sem gerði garðinn frægan með Man Utd á árunum 1994-2005 áður en hann gekk í raðir Everton. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari auk þess að vinna enska bikarinn í þrígang og Meistaradeild Evrópu einu sinni með Man Utd.

Phil þjálfar nú enska kvennalandsliðið.

Harvey greindi frá því á Instagram síðu sinni að hann væri búinn að skrifa yndir samning við Man Utd, félagið sem hann hefði stutt alla ævi.

Hann æfði með barnaliðum Man Utd en færði sig svo um set í akademíu Man City um tíma. Þaðan fór hann til Valencia þegar Phil þjálfaði þar um stutta stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×