Haraldur gleymdist við útskriftarathöfn hjá HÍ Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Haraldur Sigþórsson átti ekki góðan útskriftardag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30