Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2018 06:00 "Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir Sigurður Örn Hektorsson yfirlæknir og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56