Enski boltinn

Liverpool bætti met í sigrinum á Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jürgen Klopp og Jordan Henderson höfðu ástæðu til að brosa eftir sigurinn í dag.
Jürgen Klopp og Jordan Henderson höfðu ástæðu til að brosa eftir sigurinn í dag. Vísir/Getty
Liverpool sló met þegar liðið vann 2-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag og skaust þar með upp í annað sæti deildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti.

Þetta var í 22. sinn í röð sem Liverpool skorar í leik gegn Newcastle á heimavelli. Ekkert annað lið státar af sama árangri á heimavelli gegn sama andstæðingi.

Liverpool mistókst síðast að skora gegn Newcastle á Anfield árið 1994 og hefur síðan þá unnið þá svarthvítu átján sinnum. Fjórum sinnum hefur leikjum liðanna lyktað með jafntefli.

Liverpool hefur skorað 91 mark í leikjum sínum gegn Newcastle síðan að enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Liðið hefur ekki skorað fleiri mörk gegn öðrum andstæðingum.

Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu mörk Liverpool en liðið er nú með 60 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Manchester City. Manchester United er stigi á eftir Liverpool og getur endurheimt annað sætið með sigri á Crystal Palace á útivelli á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×