Innlent

Breytir íslenskri mjólk í vín

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Pétur smakkar hér á nýja áfenga rjómalíkjörnum sínum sem er 18% að styrkleika.
Pétur smakkar hér á nýja áfenga rjómalíkjörnum sínum sem er 18% að styrkleika. Vísir/Magnús Hlynur
Vinsældir Péturs Péturssonar, mjólkurfræðings hafa aldrei verið eins miklar og síðustu mánuði. Ástæðan er einföld, hann er að breyta mjólk í vín sem gengur út á það koma á markað áfengum mjólkurdrykk úr íslenskri mjólk með etanól úr íslenskri ostamysu.

Já, það er stöðugur straumur starfsmanna MS á Selfossi á tilraunastofuna hjá Pétri í mjólkurbúinu, allir vilja fá að smakka nýja rjómalíkjörinn, enda segist Pétur aldrei hafa verið eins vinsæll á vinnustað eftir að hann fór að breyta mjólk í vín.“

Ég er að fást við það að búa til íslenskan rjómalíkjör úr íslenskum rjóma og íslensku etanóli og íslenskri ostamysu sem yrði annar hent, þannig að þetta er spennandi verkefni sem við erum að vinna hér að“, segir pétur og bætir við.

Jökla kemur í áfengisverslanir ÁTVR og veitingastaði eftir nokkra mánuði, vonandi í sumar segir Pétur.Vísir/Magnús Hlynur
„Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið markvisst að framleiðslu stigi vörunnar og það hefur verið mikill áhugi á vörunni vegna þess að Jökla bragðast mjög vel. Það er gaman að sjá svipinn á fólki sem bragðar Jöklu, hann er mjög ánægjulegur“.

Pétur fékk styrk frá verkefninu „Mjólk í mörgum myndum“ á síðasta ári við að vinna að hugmynd sinni en verkefnið er á vegum Auðhumlu og Matís sem veitir nýsköpunarstyrki til að þróa nýjar vörur úr mjólk.

„Ég vona það bara að eftir einhverja mánuði að við getum farið að sýna eitthvað, en ég get ekki sagt hvenær, það þurfa að fara fram geymsluþolsprófanir og áferðismælingar og annað, tíminn ein þarf að leiða það ljós en þetta er á lokastigi, ég get sagt það“, segir Pétur mjólkurfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×