Segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi á vopnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 3. mars 2018 19:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga." Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir ekki hægt að skýla sér bak við þekkingarleysi þegar kemur að vopnaflutningum með heimild íslenskra yfirvalda. Yfirvöld þurfi að kanna til hlítar hvers eðlis slíkir flutningar séu hverju sinni. Í samtali við fjölmiðla í gær sagði Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu að engin vopn hefðu verið flutt til skilgreindra átakasvæða með heimild stofnunarinnar. Hins vegar hefur verið bent á að vopn sem flutt eru til Sádi Arabíu, líkt og Air Atlanta hefur gert með heimild stofnunarinnar, séu gjarnan flutt þaðan á átakasvæði í Sýrlandi og Jemen. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, ekki duga að skoða einfaldlega hver fyrsti áfangastaður vopnanna sé. Skoða þurfi í þaula hvort hætta sé á að þau berist áfram á stríðssvæði. „Ef það leikur einhver grunur á því að um sé að ræða flutninga til þeirra svæða þá ber ríkinu að stöðva leyfisveitingar á vopnaflutninga til þeirra ríkja sem halda svo áfram með vopn inn á þau svæði,“ segir Rósa Björk.Ódýrt að skýla sér bak við skort á sérþekkingu Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Þórólfur hvorki geta játað né neitað að einhver þeirra vopna sem flutt hafi verið með heimild íslenskra yfirvalda séu þess eðlis að fari gegn skuldbindingum ríkisins. Samgöngustofa búi ekki yfir vopnasérfræðingum sem geti grandskoðað slíkt. Rósa Björk segir slíkar skýringar duga skammt. „Ef það er okkar afsökun fyrir því að fylgja ekki alþjóðasáttmálum og samningum þá held ég að það sé bara betra að samþykkja ekki leyfisbeiðnir um vopnaflutninga til svæða sem gætu brotið í bága við þessar ályktanir og alþjóðasamninga."
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent