Enski boltinn

Sjáðu Sam brosa að spurningu um skiptingu Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce er ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum Everton eftir gengi liðsins undanfarnar vikur og ekki skánaði ástandið í dag er liðið tapaði fyrir Burnley, 2-1.

Gylfi Þór Sigurðsson var meðal bestu manna Everton í leiknum en var tekinn af velli undir lokin. Stuðningsmennirnir létu óánægju sína í ljós með því að baula á knattspyrnustjórann Allardyce.

Hann var spurður út í þetta af fréttamanni Sky Sports eftir leik og má sjá viðtalið neðst í fréttinni. Spurningin kemur eftir rúmar þrjár mínútur.

„Við skiptum yfir í að spila með tvo menn í sókn, Dominic [Calvert-Lewin] spilaði með Omar [Niasse]. Cenk [Tosun] hafði skorað en var orðinn þreyttur.“

„Sú þjónusta sem sóknarmennirnir fengu í síðari hálfleik var ekki nógu góð. Síðustu 3-4 fyrirgjafirnar rötuðu allar beint á markvörðinn þeirra þegar við vorum að reyna að setja pressu á þá,“ sagði Allaryce.

„Við hefðum átt að vera hættulegri í sókn, sérstaklega miðað við öll færin sem við sköpuðum okkur í leiknum.“


Tengdar fréttir

Jói Berg lagði upp og hafði betur gegn Gylfa

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley höfðu betur í Íslendingaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ellefu leikja hrinu án sigurs því lokið hjá Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×