Andri Rúnar Bjarnason er byrjaður að raða inn mörkum á sænskri grundu en þessi mikli markahrókur var á skotskónum í sænsku bikarkeppninni í dag.
Andri Rúnar var í byrjunarliði Helsingborg þegar liðið mætti Tvaaaakers IF í riðlakeppni bikarsins. Hann kom Helsingborg í 2-0 með tíu mínútna millibili á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks.
Helsingborg skoraði svo eitt mark til viðbótar þrátt fyrir að hafa misst mann af velli í stöðunni 2-0.
Andri Rúnar með tvennu í bikarsigri
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti