„Helst langar okkur að fólk dvelji yfir nótt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 21:00 Uppgangur er og ýmis tækifæri til staðar í ferðaþjónustu í Grímsey Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla. Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla.
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00