Erlent

Fjórir skíðamenn létust í snjóflóði í Ölpunum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Mjög snjóþungt er á þessu svæði og hættan á snjóflóðum mikil.
Mjög snjóþungt er á þessu svæði og hættan á snjóflóðum mikil. Vísir/AFP
Fjórir skíðamenn létust í snjóflóði í Ölpunum í gær. Fararstjóri hópsins hefur verið handtekinn vegna gruns um manndráp af gáleysi. The Guardian greinir frá.

Auk fararstjórans komst önnur manneskja lífs af. Fólkið var að skíða utan brautar nærri Mercantour þjóðgarðinum við landamæri Frakklands og Ítalíu. Um er að ræða banvænasta snjóflóðið í Frakklandi hingað til í vetur.

Saksóknarinn Jean-Michel Petre segir í samtali við The Guardian að fararstjórinn hafi verið yfirheyrður vegna gruns um manndráp af gáleysi. Þá verður jafnframt rannsakað hvort hópurinn hafi valdið snjóflóðinu.

Mjög snjóþungt er á þessu svæði og franska veðurstofan metur hættuna á snjóflóðum mikla, eða á fjórða stigi af fimm. Tuttugu hafa látið lífið á skíðasvæðum Frakklands frá því að skíðatímabilið hófst í nóvember. Þá hafa tólf slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×