Þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndum í risasigri Steelers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 08:30 Það var gaman hjá leikmönnum Pittsburgh Steelers í nótt. Vísir/Getty Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru komnir í gang og eru alls líklegir í NFL-deildinni í vetur eftir ótrúlegan 52-21 sigur á Carolina Panthers í nótt. Pittsburgh Steelers liðið leit ekki vel út í byrjun tímabilsins en það hefur reyst því liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð og það á móti liði Carolina Panthers sem hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti magnaðan leik og var með fullkomna einkunn. Hann átti fimm snertimarkssendingar, 22 af 25 sendingum hans heppnuðust og hann kastaði alls fyrir 328 jördum. Þessar fimm snertimarkssendingar hans voru á fimm mismundandi menn. Liðin settu nýtt NFL-met í upphafi leiks þegar skoruðu voru þrjú snertimörk á aðeins 23 sekúndna kafla en gamla metið voru 26 sekúndur.Fyrst kom Christian McCaffrey liði Carolina Panthers yfir með snertimarki en sú forysta stóð ekki lengi. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger svaraði því með því að gefa 75 jarda snertimarksendingu á JuJu Smith-Schuster í sínu fyrsta kasti og svo komst varnarmaður Steelers, Vince Williams, inn í fyrstu sendingu Cam Newton í næstu sókn Panthers og skoraði. Pittsburgh liðið var síðan 31-14 yfir í hálfleik og vann á endanum afar sannfærandi 52-21 sigur.Carolina Panthers fékk síðast svona mörg stig á sig á aðfangadagskvöld fyrir tæpum átján árum. Útherjinn Antonio Brown og hlauparinn James Conner skoruðu báðir snertimörk í leiknum í nótt og urðu þar með fyrstu liðsfélagarnir síðan 1962 sem ná báðir að skora 10 snertimörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Besta deild kvenna rúllar af stað, Meistaradeild Evrópu, NBA og margt fleira „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira