Engin undanskot og enginn skandall segir skiptastjóri Prime Tours Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Arnar Þór Stefánsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Prime Tours. „Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30
Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45