Uppgjör María Bjarnadóttir skrifar 28. desember 2018 08:00 Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar