Sannar að þetta "eitthvað annað“ er til Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. desember 2018 06:00 Hilmar Veigar Pétursson segir að mörg lönd hafi lagt mikla vinnu í að skapa aðstæður sem ýti undir nýsköpun. Sala tölvuleikjafyrirtækisins CCP til suðurkóreska tölvuleikjaframleiðandans Pearl Abyss fyrir 425 milljónir dollara, jafnvirði 46 milljarða króna, var valin viðskipti ársins af fjölskipaðri dómnefnd Markaðarins. „Verðlaunin gleðja mig mikið. Þau eru mikil viðurkenning á því sem við höfum áorkað á þessu ári. Fram hefur komið í fjölmiðlum að um var að ræða stærstu sölu á nýsköpunarfyrirtæki í sögu Íslands,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins til 18 ára og einn af stærstu hluthöfunum með 6,5 prósenta hlut. „Ég vona að þessi kaflaskil í sögu CCP, sem skiluðu hluthöfum góðri ávöxtun, sanni það í eitt skipti fyrir öll að þetta „eitthvað annað“ – sem oft er nefnt þegar hugsað er til áhugaverðra og umhverfisvænna starfa – er til í alvörunni. Vonandi vakna fjárfestar og þá sérstaklega lífeyrissjóðir af værum blundi. Við þurfum að verja hærra hlutfalli af eignum lífeyrissjóða í slíkar fjárfestingar til að skapa hér blómlegt og skemmtilegt samfélag sem er eftirsóknarvert að taka þátt í. Ef rétt er haldið á spilunum munu fjárfestar og samfélagið njóta góðs af, eins og dæmin sanna.“ Hver er listin við að koma á fót blómlegu nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi? „Listin við nýsköpun er fyrst og fremst þrautseigja. Þegar litið er til farsælla nýsköpunarfyrirtækja sem hafa orðið stór alþjóðlega, eins og CCP, Össur og Marel, eiga þau þrautseigjuna sameiginlega. Það er ekkert gefið í viðskiptum. Það þarf að berjast fyrir öllu.“ Talandi um það, það hafa skipst á skin og skúrir í rekstri CCP, stundum gekk vel og stundum var róinn lífróður. Misstir þú aldrei trúna og hugsaðir: Úff. Nú er þetta búið? „Ég missti aldrei trúna en það voru vissulega mörg tímabil þar sem það var full ástæða til að ætla að þetta væri einfaldlega búið. En við fundum alltaf einhverja leið, alveg sama hvað dalirnir voru djúpir.“ Hvað gaf þér kraft þegar á móti blés? Hvað hugsar maður? „Afstaða okkar var, að við ætluðum aldrei að gefast upp. Það kom aldrei til greina að gefast upp og koðna niður áður en allt var fullreynt. Annaðhvort yrði fyrirtækið að lokum selt eða gjaldþrota.“ Hvað hefur þú lært af tveggja áratuga uppbyggingarstarfi? „Auðmýkt. Á tímabili héldum við að við gætum gert hvað sem var. Það var vegna þess að okkur tókst að framleiða EVE Online á Íslandi og gera hann vinsælan erlendis. Það var að mörgu leyti gersamlega ómögulegt verkefni. Þá fórum við að halda að við værum merkilegri en við erum. En það hefur ýmislegt gengið á hjá okkur, og þá lærir maður auðmýkt, því þetta hefur á stundum verið mjög erfitt. Við það verður nálgunin eðlilegri og árangurinn merkilegri.“ Spilaði það rullu í vel heppnaðri sölu til alþjóðlegs fyrirtækis að hafa vel tengda fjárfesta í hópi hluthafa, þannig að þeir þekktu mann og annan í alþjóðlegum tækniheimi? „Það var gæfuspor fyrir fyrirtækið að fá reynda og erlenda hluthafa í hópinn árin 2005-2006. Þegar kom að sölunni nutum við góðs af því hvað það voru margir reyndir fjárfestar í hópnum. En innan dyra hjá okkur hafði sömuleiðis skapast dýrmæt reynsla enda er fyrirtækið orðið 21 árs. Hún nýttist einnig vel. Þetta er ekki endapunktur í sögu CCP heldur nýr kafli undir öðru eignarhaldi. Það mun ekki hafa sérstakar breytingar í för með sér, aðrar en að við erum komin í lið með kóresku leikjafyrirtæki.“ Einn í dómnefndinni hafði einmitt á orði hve gleðilegt það væri að CCP yrði sjálfstæð eining innan samstæðunnar. „Það er tiltölulega algengt fyrirkomulag hjá asískum fyrirtækjum. Þetta er enn fremur yfirlýsing um að við hjá CCP kunnum okkar fag.“ Er auðveldara núna að ná árangri alþjóðlega með nýsköpun frá Íslandi en fyrir 21 ári þegar CCP var stofnað? „Það er að einhverju leyti auðveldara og að einhverju leyti erfiðara. Nú er til meiri þekking á að selja nýsköpun á alþjóðavísu en þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref. Á þeim tíma var hún af skornum skammti. Það eru kannski ekki til reiðinnar býsn af henni nú en hún er til staðar. Þegar CCP var að stíga sín fyrstu skref var internetið tiltölulega nýtt af nálinni. Það skapast ávallt mikil tækifæri þegar ný tækni er að finna sér farveg. Nú á dögum er internetið nokkuð þroskað og erfiðara að finna glufur á markaðnum en þegar við fórum af stað með EVE Online. En það eru alls kyns tæknibyltingar um þessar mundir, það þarf bara að hafa augun opin fyrir tækifærum. Núna er mun meiri samkeppni á sviði nýsköpunar og mörg lönd hafa lagt mikla vinnu í að skapa aðstæður sem ýta undir nýsköpun. Ísland hækkaði nýverið þak á endurgreiðslur af rannsóknar- og þróunarstarfi. Það var skynsamlegt skref en ég hvet íslensk stjórnvöld til að taka fleiri slík skref og afnema þakið, enda er um að ræða alþjóðlega samkeppni sem við megum ekki verða undir í. Of mikið er undir.“ CCP er eins konar afsprengi OZ. Eru miklar líkur á að fyrrverandi starfsmenn CCP muni nýta sína reynslu og stofna nokkurn fjölda fyrirtækja? „Við lærðum margt þegar við störfuðum hjá OZ sem eflaust gerði það að verkum að við náðum lengra en annars hefði verið raunin. Á 20 árum hafa þúsundir starfsmanna unnið hjá CCP. Á undanförnum áratug hafa fyrrverandi starfsmenn stofnað fyrirtæki, bæði hér á Íslandi og erlendis, ásamt því að margir eru í lykilstöðum hjá erlendum leikjafyrirtækjum. Það eru óskilgreind afkvæmi CCP um allar jarðir. Ég vona að það haldi áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Tækni Tengdar fréttir CCP hættir framleiðslu Project Nova í bili Til stóð að leyfa almennum spilurum að prófa grófa útgáfu af leiknum en hætt hefur verið við það og í tilkynningu frá CCP segir að framleiðendur leiksins muni snúa sér aftur að teikniborðinu og endurskoða kjarna leiksins. 1. desember 2018 11:12 Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sala tölvuleikjafyrirtækisins CCP til suðurkóreska tölvuleikjaframleiðandans Pearl Abyss fyrir 425 milljónir dollara, jafnvirði 46 milljarða króna, var valin viðskipti ársins af fjölskipaðri dómnefnd Markaðarins. „Verðlaunin gleðja mig mikið. Þau eru mikil viðurkenning á því sem við höfum áorkað á þessu ári. Fram hefur komið í fjölmiðlum að um var að ræða stærstu sölu á nýsköpunarfyrirtæki í sögu Íslands,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins til 18 ára og einn af stærstu hluthöfunum með 6,5 prósenta hlut. „Ég vona að þessi kaflaskil í sögu CCP, sem skiluðu hluthöfum góðri ávöxtun, sanni það í eitt skipti fyrir öll að þetta „eitthvað annað“ – sem oft er nefnt þegar hugsað er til áhugaverðra og umhverfisvænna starfa – er til í alvörunni. Vonandi vakna fjárfestar og þá sérstaklega lífeyrissjóðir af værum blundi. Við þurfum að verja hærra hlutfalli af eignum lífeyrissjóða í slíkar fjárfestingar til að skapa hér blómlegt og skemmtilegt samfélag sem er eftirsóknarvert að taka þátt í. Ef rétt er haldið á spilunum munu fjárfestar og samfélagið njóta góðs af, eins og dæmin sanna.“ Hver er listin við að koma á fót blómlegu nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi? „Listin við nýsköpun er fyrst og fremst þrautseigja. Þegar litið er til farsælla nýsköpunarfyrirtækja sem hafa orðið stór alþjóðlega, eins og CCP, Össur og Marel, eiga þau þrautseigjuna sameiginlega. Það er ekkert gefið í viðskiptum. Það þarf að berjast fyrir öllu.“ Talandi um það, það hafa skipst á skin og skúrir í rekstri CCP, stundum gekk vel og stundum var róinn lífróður. Misstir þú aldrei trúna og hugsaðir: Úff. Nú er þetta búið? „Ég missti aldrei trúna en það voru vissulega mörg tímabil þar sem það var full ástæða til að ætla að þetta væri einfaldlega búið. En við fundum alltaf einhverja leið, alveg sama hvað dalirnir voru djúpir.“ Hvað gaf þér kraft þegar á móti blés? Hvað hugsar maður? „Afstaða okkar var, að við ætluðum aldrei að gefast upp. Það kom aldrei til greina að gefast upp og koðna niður áður en allt var fullreynt. Annaðhvort yrði fyrirtækið að lokum selt eða gjaldþrota.“ Hvað hefur þú lært af tveggja áratuga uppbyggingarstarfi? „Auðmýkt. Á tímabili héldum við að við gætum gert hvað sem var. Það var vegna þess að okkur tókst að framleiða EVE Online á Íslandi og gera hann vinsælan erlendis. Það var að mörgu leyti gersamlega ómögulegt verkefni. Þá fórum við að halda að við værum merkilegri en við erum. En það hefur ýmislegt gengið á hjá okkur, og þá lærir maður auðmýkt, því þetta hefur á stundum verið mjög erfitt. Við það verður nálgunin eðlilegri og árangurinn merkilegri.“ Spilaði það rullu í vel heppnaðri sölu til alþjóðlegs fyrirtækis að hafa vel tengda fjárfesta í hópi hluthafa, þannig að þeir þekktu mann og annan í alþjóðlegum tækniheimi? „Það var gæfuspor fyrir fyrirtækið að fá reynda og erlenda hluthafa í hópinn árin 2005-2006. Þegar kom að sölunni nutum við góðs af því hvað það voru margir reyndir fjárfestar í hópnum. En innan dyra hjá okkur hafði sömuleiðis skapast dýrmæt reynsla enda er fyrirtækið orðið 21 árs. Hún nýttist einnig vel. Þetta er ekki endapunktur í sögu CCP heldur nýr kafli undir öðru eignarhaldi. Það mun ekki hafa sérstakar breytingar í för með sér, aðrar en að við erum komin í lið með kóresku leikjafyrirtæki.“ Einn í dómnefndinni hafði einmitt á orði hve gleðilegt það væri að CCP yrði sjálfstæð eining innan samstæðunnar. „Það er tiltölulega algengt fyrirkomulag hjá asískum fyrirtækjum. Þetta er enn fremur yfirlýsing um að við hjá CCP kunnum okkar fag.“ Er auðveldara núna að ná árangri alþjóðlega með nýsköpun frá Íslandi en fyrir 21 ári þegar CCP var stofnað? „Það er að einhverju leyti auðveldara og að einhverju leyti erfiðara. Nú er til meiri þekking á að selja nýsköpun á alþjóðavísu en þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref. Á þeim tíma var hún af skornum skammti. Það eru kannski ekki til reiðinnar býsn af henni nú en hún er til staðar. Þegar CCP var að stíga sín fyrstu skref var internetið tiltölulega nýtt af nálinni. Það skapast ávallt mikil tækifæri þegar ný tækni er að finna sér farveg. Nú á dögum er internetið nokkuð þroskað og erfiðara að finna glufur á markaðnum en þegar við fórum af stað með EVE Online. En það eru alls kyns tæknibyltingar um þessar mundir, það þarf bara að hafa augun opin fyrir tækifærum. Núna er mun meiri samkeppni á sviði nýsköpunar og mörg lönd hafa lagt mikla vinnu í að skapa aðstæður sem ýta undir nýsköpun. Ísland hækkaði nýverið þak á endurgreiðslur af rannsóknar- og þróunarstarfi. Það var skynsamlegt skref en ég hvet íslensk stjórnvöld til að taka fleiri slík skref og afnema þakið, enda er um að ræða alþjóðlega samkeppni sem við megum ekki verða undir í. Of mikið er undir.“ CCP er eins konar afsprengi OZ. Eru miklar líkur á að fyrrverandi starfsmenn CCP muni nýta sína reynslu og stofna nokkurn fjölda fyrirtækja? „Við lærðum margt þegar við störfuðum hjá OZ sem eflaust gerði það að verkum að við náðum lengra en annars hefði verið raunin. Á 20 árum hafa þúsundir starfsmanna unnið hjá CCP. Á undanförnum áratug hafa fyrrverandi starfsmenn stofnað fyrirtæki, bæði hér á Íslandi og erlendis, ásamt því að margir eru í lykilstöðum hjá erlendum leikjafyrirtækjum. Það eru óskilgreind afkvæmi CCP um allar jarðir. Ég vona að það haldi áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2018 Tækni Tengdar fréttir CCP hættir framleiðslu Project Nova í bili Til stóð að leyfa almennum spilurum að prófa grófa útgáfu af leiknum en hætt hefur verið við það og í tilkynningu frá CCP segir að framleiðendur leiksins muni snúa sér aftur að teikniborðinu og endurskoða kjarna leiksins. 1. desember 2018 11:12 Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
CCP hættir framleiðslu Project Nova í bili Til stóð að leyfa almennum spilurum að prófa grófa útgáfu af leiknum en hætt hefur verið við það og í tilkynningu frá CCP segir að framleiðendur leiksins muni snúa sér aftur að teikniborðinu og endurskoða kjarna leiksins. 1. desember 2018 11:12
Sala CCP viðurkenning fyrir íslenskt hugvit Álitsgjafar Markaðarins segja söluna á CCP til Pearl Abyss fela í sér viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem hafi verið unnið innan fyrirtækisins. Salan sé engin tilviljun. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. 28. desember 2018 07:45