Sæmi Rokk fór í Þjóðskrá í dag: "Nú heiti ég þetta bara“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 20:00 Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum. Mannanöfn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum.
Mannanöfn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira