Lovato komst til meðvitundar í gær og er líðan hennar sögð vera stöðug en poppstjarnan hefur átt í vandræðum með fíkn í mörg ár. Hún gaf á dögunum út lagið Sober sem fjallar um að hún hafi fallið fyrir stuttu en söngkonan hafði verið edrú í nokkur ár.
Útsendari slúðurmiðilsins TMZ hitti Bieber í bílastæðahúsi í Bandaríkjunum í gær og spurði hann út í málið.
„Þetta er hræðilegt og hugur minn er hjá henni og fjölskyldunni. Ég hélt að hún væri edrú,“ segir Bieber en hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.