Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 13:16 Steinar Berg stefndi Bubba fyrir meiðyrða í þáttunum um Popp- og rokksögu Íslands. Vísir/GVA/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. Til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þarf Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar:„Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru:„Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“„Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk:„Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Steinar Berg fór fram á að Bubbi yrði auk þess dæmdur til refsingar en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Bæði Bubbi og RÚV fóru fram á sýknu í málinu. Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Danny Pollock ber Steinari Berg vel söguna. 18. ágúst 2016 12:33 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. Til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þarf Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar:„Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru:„Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“„Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk:„Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Steinar Berg fór fram á að Bubbi yrði auk þess dæmdur til refsingar en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Bæði Bubbi og RÚV fóru fram á sýknu í málinu. Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Danny Pollock ber Steinari Berg vel söguna. 18. ágúst 2016 12:33 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Danny Pollock ber Steinari Berg vel söguna. 18. ágúst 2016 12:33
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30