Mal katta ekki bara merki um hamingju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Ef til vill gat ljósmyndarinn heyrt þennan singapúrska kött mala. Vísir/afp Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýralæknir og framkvæmdastjóri dýrahjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tuttugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til 50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rannsóknum,“ sagði Weitzman. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þótt mal katta tákni venjulega að þeir séu hamingjusamir geta kettir líka malað til að tjá stress eða ótta þótt hið fyrstnefnda sé algengast. Þetta segir Gary Weitzman, dýralæknir og framkvæmdastjóri dýrahjálparsamtaka í San Francisco. „Við erum bara rétt að byrja að skilja þetta hljóð og það er mörgum spurningum enn ósvarað,“ sagði Weitzman. BBC fjallaði ítarlega um mal katta í gær. Þar kom fram að þótt hegðun hunda hafi verið meira rannsökuð, enda viljugri þátttakendur, sér í lagi ef matur er í boði, hafi mal verið mikið rannsakað undanfarið. Sam Watson, rannsakandi hjá bresku dýrahjálparsamtökunum RSPCA, sagði við BBC að enn væri lítið vitað um hvernig villikettir möluðu sín á milli. Þó væri vitað að þeir mali þegar þeir þrífa hver annan. „Þeir gætu malað til að segjast vilja eitthvað, eða til að biðja um hluta af mat annars. Margt svona hreinlega vitum við ekkert um,“ sagði Watson. Weitzman benti sömuleiðis á að mal katta gæti verið heilandi, en því hefur verið haldið fram að hin tuttugu til 150 riða tíðni kattamals gæti örvað beinvöxt. „Mal á þessari tíðni samræmist þekktri tíðni sem stuðlar að heilun manneskja. Beinvöxtur örvast við 25 til 50 rið og húð við um hundrað rið samkvæmt rannsóknum,“ sagði Weitzman.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira